Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2021 16:50 Um átta þúsund gestir koma árlega í heimsókn til Bessastaða og stundum þarf að veita þar vín. Engin grunur er um misnotkun hvað varðar að starfsmaður hafi seilst eftir flösku hér og flösku þar til eigin nota. Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“ Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í ljós kemur að þar eru nú um stundir 108 flöskur af léttvíni, 283 flöskur af bjór og miði og 50 flöskur af desertvíni og sterku áfengi. Í framhaldi af fyrirspurn Vísis þá má hér neðar sjá yfirlit yfir áfengiskaup forsetaembættisins eftir tegundum á tímabilinu 2010 – 2020. Vísir greindi frá ásökunum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns þess efnis að starfsmaður forsætisembættisins hafi gengið í vínið eins og hann ætti það. Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri sagði að engin skoðun slíku máli væri í gangi. Engar grunsemdir um misnotkun „Ekki hafa kviknað grunsemdir innan embættisins um misnotkun starfsmanns sem tengja má áfengiskaupum,“ segir nú í tilkynningu. Þar segir jafnframt að árið 2017 hafi verið samþykkt breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki sem afnam fríðindi æðstu stofnana ríkisins. Frá 2017 hefur embætti forseta Íslands því greitt áfengisgjöld, sem það var áður undanþegið. Þá hefur áfengisverð einnig hækkað umtalsvert á liðnum árum. „Innlendum viðburðum á vegum embættis forseta hefur fjölgað á undanförnum árum, allt þar til farsóttin setti strik í reikninginn og hefur hvort tveggja haft áhrif á aðföng. Vert er og að vekja sérstaka athygli á því að árið 2019 sóttu Ísland heim í opinberum heimsóknum forseti Þýskalands og forseti Indlands, ásamt fjölmennu fylgdarliði og var forseti Íslands gestgjafi þeirra,“ segir í tilkynningunni. Átta þúsund gestir á Bessastöðum árlega Þá kemur fram að metið er að 8000 gestir komi til Bessastaða árlega til funda, í móttökur, málsverði, verðlaunaafhendingar eða til annarra viðburða og þiggi þar einhverjar veitingar: „Ekki er sérstaklega haldið utan um það hve margir gestir þiggja áfengan drykk, en þeir skipta þúsundum á ári hverju.“ Fram kemur að áfengisveitingar í formi léttvíns séu langalgengastar, en fyrir kemur að sterkt áfengi sé veitt á smærri viðburðum og er því jafnan hluti af vínlager embættisins. „Einnig má nefna að sumt af því sterka áfengi sem keypt hefur verið inn er íslensk framleiðsla nýtt í kynningarskyni í móttökum forseta í opinberum heimsóknum utanlands.“
Forseti Íslands Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira