Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 20:01 Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið samskiptastjóri almannavarna síðan í febrúar. vísir Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“ Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“
Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira