Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. september 2021 13:12 Björn Rúnar Lúðvíksson er meðal fjögurra yfirlækna sem hafa áhyggjur af nýjum Landspítala. vísir/vilhelm Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15
Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01