Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2021 18:30 Frá gjörgæsludeild Landspítalans. Vísir/Einar Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður. Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Drengur á unglingsaldri og tveggja ára gamall drengur voru lagðir inn á Landspítalann í gær vegna Covid-veikinda. Heilsu tveggja ára drengsins hrakaði í gærkvöldi og var hann lagður inn á gjörgæsludeild yfir nóttina. „En það gekk og engin ný vandamál sem komu upp. Hann var fluttur inn á barnadeildina nú síðdegis,“ segir Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm. „Það sem gerist hjá honum er að hann fær bakteríusýkingu ofan í veirusýkingu sem er vel þekkt með flestar öndunarfæraveirur, bæði Covid og aðrar. Það er það sem gerist hjá honum og veldur því að hann þarf að leggjast inn.“ Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Þetta er í fyrsta sinn sem börn hafa þurft að leggjast inn á legu- og gjörgæsludeildir í faraldrinum. „Og þó að þessi börn hafi þurft að leggjast inn er ástand þeirra þrátt fyrir allt stöðugt og ekki útlit fyrir að það þurfi verulega langa innlögn og almennt séð gengur þetta vel.“ 103 börn undir 12 ára aldri eru í einangrun í dag vegna Covid. Langstærsti hlutinn, 72 börn, eru á aldrinum 6 til 12 ára. 23 börn eru á aldrinum 1 - 5 ára og 8 börn undir eins árs aldri. Valtýr segir fjölda veikra barna hafa farið hratt minnkandi undanfarnar vikur, en þau voru í kringum 300 þegar verst lét. Hann segir innlagnir þessara tveggja barna ekki benda til að þessi bylgja faraldursins leggist verr á börn. „Það er líklegt að þetta veki ugg hjá mörgum og sérstaklega foreldrum barna en þetta er einskær tilviljun og ekki nein vísbending um að ástandið sé að versna eða það séu meiri líkur á að það séu fleiri börn að leggjast inn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira