Megan Fox senuþjófur á rauða dreglinum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. september 2021 16:46 Megan Fox, Lil Nas X, Jennifer Lopez og Ed Sheeran voru á meðan þeirra sem vöktu athygli á rauða dreglinum í nótt. MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra. Það hefur verið lítið um samkomur Vestanhafs sem og annars staðar í heiminum í heimsfaraldri og því ekki að undra að stjörnurnar hafi verið fullar eftirvæntingar að fá loksins að mæta á rauða dregilinn. Hér að neðan má sjá þær stjörnur sem vöktu hvað mesta athygli í nótt. Látum myndirnar um að tala sínu máli. Söngkonan Jennifer Lopez var án efa ein af stjörnum kvöldsins. J.Lo sem er 52 ára gömul var klædd í reimaðan magabol og reimað pils og leit út betur en nokkru sinni fyrr. Hún veitti verðlaun fyrir lag ársins. J.Lo hefur verið áberandi upp á síðkastið eftir að hún tók aftur saman við sinn fyrrverandi, leikarann Ben Affleck.Getty/Noam Galai Sönkonan Avril Lavigne mætti ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Mod Sun. Lavigne sló í gegn þegar hún var unglingur en hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en hún greindist með Lyme sjúkdóminn fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Jeff Kravitz Megan Fox var án efa senuþjófur kvöldsins. Hún mætti kærasta sínum, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly til stuðnings. Hann var tilnefndur fyrir besta „alternative“ myndbandið og stóð uppi sem sigurvegari. Fox klæddist algjörlega gegnsæjum Mugler kjól. Kelly lét hafa það eftir sér að parið skiptist á að stela athyglinni þegar þau mæti á viðburði, í kvöld hafi röðin verið komin að henni.Getty/Kevin Mazur Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fékk þó nokkrar tilnefningar. Þá flutti hann glænýja lagið sitt Shivers. Hann mætti á rauða dregilinn ásamt ensku söngkonunni Maisie Peters. Peters er 21 árs gömul og hefur Sheeran verið henni eins konar lærifaðir.Getty/Jeff Kravitz Óhætt er að segja að söngkonan Olivia Rodrigo hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún fékk þó nokkrar tilnefningar en stóð uppi sem sigurvegari fyrir lag ársins, Push flutning ársins og sem nýliði ársins. Hún var glæsileg á rauða dreglinum í rauðbleikum kjól en skipti svo um kjól fyrir flutning sinn á laginu good 4 u.Getty/Kevin Mazur Söngkonan Billie Eilish er ein sú vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Hún mætti á rauða dregilinn klædd öllu svörtu með aflitað hár. Hún var tilnefnd í þó nokkrum flokkum en fékk verðlaun fyrir besta latín lagið og besta myndbandið til góðs.Getty/Noam Galai Hótel-erfinginn Paris Hilton lét sig ekki vanta á verðlaunahátíðina í gær. Hún mætti í bleikum blæjubíl eins og henni einni er lagið, ásamt tónlistarkonunni Kim Petras.Getty/Kevin Mazur Kourtney Kardashian var glæsileg í svörtum leðurkjól með hárið sleikt aftur í snúð. Hún mætti ásamt kærasta sínum, trommaranum Travis Baker. Getty/Noam Galai Tónlistarkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins. Hér má sjá eitt af mörgum dressum sem hún klæddist þetta kvöldið.Getty/Astrid Stawiarz Tónlistarmaðurinn Lil Nas X vakti athygli í lilla fjólublárri Versace buxnadragt. Hann var tilnefndur í sex flokkum og fór heim með þrenn verðlaun.Getty/Jason Kempin Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes lét sig ekki vanta. Hann klæddist hvítu og stílhreinu dressi.Getty/ Rob Kim Tónlistarkonan Alicia Keys var eitursvöl. Hún flutti lögin Lala og Empire State of Mind sem var viðeigandi þar sem hátíðin fór fram í New York.Getty/Jamie McCarthy Tónlist Bandaríkin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Það hefur verið lítið um samkomur Vestanhafs sem og annars staðar í heiminum í heimsfaraldri og því ekki að undra að stjörnurnar hafi verið fullar eftirvæntingar að fá loksins að mæta á rauða dregilinn. Hér að neðan má sjá þær stjörnur sem vöktu hvað mesta athygli í nótt. Látum myndirnar um að tala sínu máli. Söngkonan Jennifer Lopez var án efa ein af stjörnum kvöldsins. J.Lo sem er 52 ára gömul var klædd í reimaðan magabol og reimað pils og leit út betur en nokkru sinni fyrr. Hún veitti verðlaun fyrir lag ársins. J.Lo hefur verið áberandi upp á síðkastið eftir að hún tók aftur saman við sinn fyrrverandi, leikarann Ben Affleck.Getty/Noam Galai Sönkonan Avril Lavigne mætti ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Mod Sun. Lavigne sló í gegn þegar hún var unglingur en hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en hún greindist með Lyme sjúkdóminn fyrir nokkrum árum síðan.Getty/Jeff Kravitz Megan Fox var án efa senuþjófur kvöldsins. Hún mætti kærasta sínum, tónlistarmanninum Machine Gun Kelly til stuðnings. Hann var tilnefndur fyrir besta „alternative“ myndbandið og stóð uppi sem sigurvegari. Fox klæddist algjörlega gegnsæjum Mugler kjól. Kelly lét hafa það eftir sér að parið skiptist á að stela athyglinni þegar þau mæti á viðburði, í kvöld hafi röðin verið komin að henni.Getty/Kevin Mazur Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran fékk þó nokkrar tilnefningar. Þá flutti hann glænýja lagið sitt Shivers. Hann mætti á rauða dregilinn ásamt ensku söngkonunni Maisie Peters. Peters er 21 árs gömul og hefur Sheeran verið henni eins konar lærifaðir.Getty/Jeff Kravitz Óhætt er að segja að söngkonan Olivia Rodrigo hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Hún fékk þó nokkrar tilnefningar en stóð uppi sem sigurvegari fyrir lag ársins, Push flutning ársins og sem nýliði ársins. Hún var glæsileg á rauða dreglinum í rauðbleikum kjól en skipti svo um kjól fyrir flutning sinn á laginu good 4 u.Getty/Kevin Mazur Söngkonan Billie Eilish er ein sú vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Hún mætti á rauða dregilinn klædd öllu svörtu með aflitað hár. Hún var tilnefnd í þó nokkrum flokkum en fékk verðlaun fyrir besta latín lagið og besta myndbandið til góðs.Getty/Noam Galai Hótel-erfinginn Paris Hilton lét sig ekki vanta á verðlaunahátíðina í gær. Hún mætti í bleikum blæjubíl eins og henni einni er lagið, ásamt tónlistarkonunni Kim Petras.Getty/Kevin Mazur Kourtney Kardashian var glæsileg í svörtum leðurkjól með hárið sleikt aftur í snúð. Hún mætti ásamt kærasta sínum, trommaranum Travis Baker. Getty/Noam Galai Tónlistarkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins. Hér má sjá eitt af mörgum dressum sem hún klæddist þetta kvöldið.Getty/Astrid Stawiarz Tónlistarmaðurinn Lil Nas X vakti athygli í lilla fjólublárri Versace buxnadragt. Hann var tilnefndur í sex flokkum og fór heim með þrenn verðlaun.Getty/Jason Kempin Tónlistarmaðurinn Shawn Mendes lét sig ekki vanta. Hann klæddist hvítu og stílhreinu dressi.Getty/ Rob Kim Tónlistarkonan Alicia Keys var eitursvöl. Hún flutti lögin Lala og Empire State of Mind sem var viðeigandi þar sem hátíðin fór fram í New York.Getty/Jamie McCarthy
Tónlist Bandaríkin Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira