Ég kýs Sósíalistaflokk Íslands Mikael Torfason skrifar 13. september 2021 07:01 Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í fyrstu kosningunum sem ég kaus í var jöfnuður hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Ég var ungur rithöfundur og nýbúinn að kaupa mér íbúð og kaus Alþýðubandalagið. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn og næstu árin kaus ég þessa flokka til vinstri og mín atkvæði voru ekki greidd stjórnarflokki fyrr en Samfylkingin varð „sætasta stelpan á ballinu“ eins og Geir H. Haarde orðaði það korteri í hrun. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn gert Ísland að landi ójöfnuðar og fljótlega fór allt á hliðina. Samfylkingin, rétt eins og Vinstri grænir nú, vildu ganga milliveginn og reyna að semja við Sjálfstæðisflokkinn en gengu þess í stað fyrir björg fyrir þennan flokk sem færði Íslendingum nýfrjálshyggjuna sem hefur hér kollriðið öllu síðan ég kaus fyrst í alþingiskosningum. Nýfrjálshyggjan fór illa með Ísland. Hún gleypti í sig verkamannabústaði og sigaði hrægömmum á okkar fátækasta fólk sem eru leigjendur. Þetta er ekki staðan í flestum löndum Evrópu þar sem lágmark þriðjungur íbúða er í eigu ríkis, sveitarfélaga eða félagasamtaka. Það má ekki vera minna því annars sköðum við samfélagið. Í Vínarborg, þar sem ég bjó þar til fyrir ekki svo löngu er þetta hlutfall 55%. Í Berlín, þar sem ég bý núna, er um fjórðungur íbúða í eigu einkaaðila sem búa þá í eigin íbúð, tæplega 40% íbúða er í eigu hagnaðardrifinna leigufyrirtækja og restin, ca. 35% er í eigu hins opinberra eða félagasamtaka. Og svona er fyrirkomulagið í flestum löndum sem ekki hafa látið nýfrjálshyggjuna eyðileggja grunnstoðir samfélagsins eins og raunin er á Íslandi þar sem aðeins 8% húsnæðis gæti flokkast sem félagslegt húsnæði. Það er af sem áður var því á árunum 1987 - 1994 var um þriðjungur allra nýbygginga á Íslandi félagslegar íbúðir. Þessi breyting hefur skelfileg áhrif á tekjulágar fjölskyldur, öryrkja, lífeyrisþega og ungt fólk sem er að fóta sig í lífinu. Það er allt annað að ætla að byrja að búa árið 2022 en var þegar ég leigði mína fyrstu íbúð á Hverfisgötu árið 1992. Kosningarnar nú eru mikilvægar. Við höfum lofað stjórnmálaflokkunum sem hafa valið að starfa með Sjálfstæðisflokki að ganga of langt í að níðast á fátæku fólki. Það er skömm af því að fara illa með þá sem minnst eiga. Við gengum alltof langt í þessari markaðshyggju og meðvirkni okkar með Sjálfstæðisflokknum verður að linna. Þess vegna ætla ég að kjósa Sósíalistaflokk Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar