Þórólfur vill fara hægt í afléttingar Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 15:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum. Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21