Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 15:39 Nýjum reglum um sjónvarpsframleiðslu í Kína er meðal annars ætlað að auka karlmennsku kínverskra karlmanna. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd. Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd.
Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira