Hafró geri ráð fyrir að allt að 72 þúsund eldislaxar sleppi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. september 2021 18:26 Jón Kaldal er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. vísir/vilhelm Laxeldisframleiðsla á Íslandi hefur meira en fjórfaldast á síðustu fimm árum. Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður. Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Árið 2016 voru tæp 8.500 tonn af eldislaxi framleidd hér á landi. Á síðasta ári var framleiðslan komin upp í tæp 35 þúsund tonn. Og áhættumat í dag gerir ráð fyrir að hér verði framleidd allt að 106 þúsund tonn á næstu árum. Þetta er um þreföld aukning á því sem er í dag. Tölur frá Hagstofunni. Árið 2020 voru framleidd 34.341 tonn af eldislaxi.Hagstofan Náttúruverndarsamtök hafa áhyggjur af því að eftirlitsstofnanir vanmeti magn eldislax sem sleppur úr sjókvíum. Mun færri sleppi en áhættumat geri ráð fyrir Stofnandi fiskeldisfyrirtækis segir ekki til það kerfi í dag sem komi í veg fyrir að lax sleppi úr sjókvíum. Hægt er að horfa á Pallborðið þar sem þessi mál voru til umræðu hér að neðan: „Í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar er gert ráð fyrir að 0,8 lax á hvert tonn framleitt gæti mögulega sloppið. En niðurstöðurnar eru miklu lægra, þær eru um 0,01 prósent af því,“ sagði Sigurður Pétursson, einn stofnandi fyrirtækisins Arctic Fish. Sigurður Pétursson á enn hlut í Arctic Fish, sem hann tók þátt í að stofna.vísir/vilhelm Sigurður hætti störfum sínum hjá fyrirtækinu í sumar en á enn hlut sinn í því. Hann er nú að koma fræðslumiðstöð um laxeldi í Reykjavík, sem opnar á næstu dögum. Jón Kaldal, talsmaður Íslensku náttúruverndarsamtakanna, vildi þá setja þessar tölur í samhengi: „Sigurður nefndi hérna 0,8 af hverju tonni og þú nefndir að farið væri hér með 40 þúsund tonn. Og áhættumatið gerir ráð fyrir að það stefni í 106 þúsund tonn innan ekki mjög margra ára. Þá er verið að tala um að á hverju einasta ári, þegar við erum komin upp í hámarksgildið, munu 72 þúsund laxar sleppa,“ sagði Jón og vísar til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar. Sigurður var fljótur að benda aftur á fyrri orð sín um að þeir laxar sem sleppi úr sjókvíum hér við land séu mun færri en 0,8 á hvert tonn. Fjögurra fermetra gat á sjókví Matvælastofnun tilkynnti í gær að fyrirtækið Arnarlax hefði fundið gat á sjókví sinni í Arnarfirði. Gatið er fjórir fermetrar að stærð en netið hafði ekki verið skoðað síðan 31. júlí og því alls óljóst hve lengi það hefur verið á nótarpoka kvíarinnar. Liggur ekki í augum uppi að mikið af laxi sleppi út um svona stórt gat? „Það er vissulega hætta á því. Í rauninni er ekkert eldiskerfi því miður í heiminum þar sem er ekki hætta á að fiskur sleppi út,“ svaraði Sigurður.
Fiskeldi Pallborðið Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira