Danska landsliðið fordæmir aðstæður í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 09:01 Kasper Schmeichel og Simon Kjær hafa verið í aðahlutverki með danska landsliðinu undanfarin ár. Lars Ronbog/Getty Images Leikmenn danska landsliðsins sem og knattspyrnusamband Danmerkur, DBU, fordæma aðstæður í Katar þar sem heimsmeistaramótið mun fara fram á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu liðsins í aðdraganda leikja í undankeppni HM. Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Í yfirlýsingu á vef danska knattspyrnusambandsins er greint frá því að leikmannaráð landsliðsins hafi fundað með formanni sambandsins og forráðamönnum þess. Meðal þess sem var rætt var til að mynda bág staða verkafólks í Katar. Leikmennirnir taka undir gagnrýndi sambandsins á aðstæður í landinu. „Eftir frábært Evrópumót þá hlakkar okkur til að komast á lokakeppni HM á nýjan leik. Sem fyrirliði verð ég þó að segja að við, leikmennirnir, ákváðum ekki að HM 2022 yrði spilað í Katar. Við erum mjög gagnrýnir á bága stöðu mannréttinda í landinu,“ sagði Simon Kjær, fyrirliði danska landsliðsins, um málið. „Við höfum opinberlega tjáð okkur um málið oftar en einu sinni en nú þurfum við að einbeita okkur að leiknum sjálfum, á vellinum, og reyna komast á lokakeppni HM. Við þurfum að leyfa DBU að sjá um pólitísk átök utan vallar,“ bætti hann við. DBU's ledelse vil gå forrest for bedre menneskerettigheder i Qatar. Herrelandsholdets spillerråd og spillere bakker op om DBU's holdninger og handlinger. https://t.co/1vUPafzqzx— DBU - En Del Af Noget Større (@DBUfodbold) August 31, 2021 Jesper Møller, formaður DBU, fagnar því að sambandið hafi stuðning leikmanna liðsins í þessu máli. „DBU og leikmenn danska landsliðsins komu ekki nálægt þeirri ákvörðun að halda HM í Katar. Þetta er umdeild ákvörðun og það eru enn mörg vandamál á sjóndeildarhringnum. Sérstaklega hvað varðar mannréttindi. Frá 2015 höfum við í samráði við aðrar Norðurlandaþjóðir höfum við reynt að breyta þeim hlutum sem við getum í Katar. Það er okkar skylda að berjast fyrir bættri stöðu mannréttinda í Katar,“ sagði Møller, að endingu.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Danmörk Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira