Ísak Bergmann spenntur fyrir komunni til Kaupmannahafnar: „Forza FCK“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:02 Ísak Bergmann á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar danska stórliðið FC Kaupmannahöfn tilkynnti að Ísak Bergmann Jóhannesson hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Ísak Bergmann hefur verið með eftirsóttari leikmönnum Norðurlanda undanfarið ár eða svo en ákvað á endanum að söðla um og fara í stærra lið á Norðurlöndum áður en haldið er lengra út í heim. Þessi 18 ára Skagamaður hefur verið orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Real Madríd. Þá var talið nær öruggt að enska úrvalsdeildarliðið Wolves myndi bjóða í hann en allt kom fyrir ekki. Ísak Bergmann kom líkt og stormsveipur inn í aðallið sænska félagsins IFK Norrköping á síðustu leiktíð og varð strax einkar eftirsóttur. Hann sagði í viðtali við vefsíðu félagsins að hann yrði því ævinlega þakklátur þar sem það hefði gefið honum allt sem hann gat óskað sér. IFK Norrköping säljer Ísak Bergmann Jóhannesson till danska FC Köpenhamn. Jag är för evigt tacksam och IFK har gett mig allt , säger Ísak.Läs mer på hemsidan. #ifknorrköpinghttps://t.co/w8qKZ42Von— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 31, 2021 Ísak Bergmann er þessa dagana staddur í Reykjavík þar sem hann undirbýr sig ásamt öðrum landsliðsmönnum Íslands fyrir leikina þrjá gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Að leikjunum loknum fer hann til Kaupmannahafnar og hann er mjög spenntur fyrir flutningunum. FCK birti stutt myndband af Ísaki Bergmanni þar sem hann lýsir yfir ánægju sinni með skiptin og segir hversu spenntur hann sé fyrir því að spila á stútfullum Parken, heimavelli liðsins. Én lille hilsen sendt fra Reykjavík hvor Isak lige nu er med islandske A-landshold Forza FC #fcklive pic.twitter.com/br9rcy9sst— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 Ísak Bergmann er ekki eini Íslendingurinn í röðum FCK en liðið fékk Andra Fannar Baldursson, samherja Ísaks í íslenska landsliðinu, á láni frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Bologna á dögunum. Þá er Hákon Arnar Haraldsson að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem og Orri Steinn Óskarsson er í U-19 ára liði félagsins. Ísak Bergmann mun leika í treyju númer 8 hjá félaginu líkt og var tilkynnt með mjög skemmtilegu myndbandi á Twitter-síðu FCK. https://t.co/5HibFQ1O20 #fcklive pic.twitter.com/cf8ZjfZUaJ— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2021 FCK trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö umferðum. Liðið á enn eftir að tapa leik.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira