Fólkið fyrst, svo kerfið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 15:00 Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun