Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2021 14:31 Tólfan var fáliðuð á landsleik gegn Rúmeníu í fyrrahaust. Nú er von á mun fleiri áhorfendum þegar Rúmenar mæta aftur í Laugardalinn næsta fimmtudag. vísir/hulda margrét Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara. KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Unnið er að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að allt að 500 manns geti verið í hverju hólfi á viðburðum á borð við knattspyrnuleiki, þar sem engin fjarlægðarmörk myndu gilda en hraðpróf yrðu notuð til að skima fyrir kórónuveirunni. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið bíða eftir upplýsingum um hvað þetta þýði varðandi komandi landsleiki við Rúmeníu næsta fimmtudag, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskaland 8. september, sem og leiki á Íslandsmótinu í fótbolta. Tugir milljóna króna eru í húfi fyrir KSÍ vegna landsleikjanna því ef aðeins má selja miða fyrir 200 manns í hólfi er í mesta lagi hægt að fá 2.300-2.500 manns á hvern leik. Ef hins vegar 500 manns geta setið í hverju hólfi er hægt að taka við 6.500 manns á Laugardalsvelli, segir Klara. Mörgum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi hraðprófin. „Við þurfum að fá frekar upplýsingar um það hvort að kerfið ræður við að fá 6.500 manns í hraðpróf. Hvar verður það gert? Hver ber kostnað af því? Hvernig verður útprentuð staðfesting? Við erum að vonast til að fá svör við þessu fyrir dagslok því það stóð alltaf til að hefja miðasölu á morgun,“ segir Klara. ÍSÍ, sem fulltrúi íþróttahreyfingarinnar, á eftir að funda með fulltrúum heilbrigðisyfirvalda til að fá svör við þessum spurningum en ekki er ljóst hvenær þau fást. Það á því eftir að skýrast hvernig miðasölu á landsleikina verður háttað. „Við getum ekki byrjað miðasölu miðað við 200 manna takmarkanir og fjölgað svo upp í 500 manns í hólfi. Menn verða að vita að hverju þeir ganga,“ segir Klara.
KSÍ HM 2022 í Katar Samkomubann á Íslandi ÍSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn