Öryggi barna í umferðinni Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Börn og uppeldi Umferðaröryggi Slysavarnir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ný árstíð er handan við hornið og samfélagið er smám saman að komast aftur í fastar skorður eftir sumarleyfin. Skólarnir hefja göngu sína og börn og ungmenni eru meira á ferðinni. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Börn og samgöngur Börn og ungmenni eru virkir þátttakendur í samgöngum ekki síður en fullorðnir. Samkvæmt nýrri skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Börn og samgöngur, var árið 2020 eitt það versta með tilliti til þess hve mörg börn slösuðust alvarlega í umferðinni. Í skýrslunni segir að aukninguna megi að líkindum að megninu til skýra með tilkomu rafknúinna hlaupahjóla (rafskúta) og rafmagnsvespa. Þá ber að hafa í huga að ekki rata öll slys inn í gagnagrunn Samgöngustofu. Ljóst er að allir bera ábyrgð þegar kemur að umferðaröryggi. Mikilvægt er að hafa helstu öryggisatriði í lagi, svo sem að nota hjálm þegar við á, spenna bílbeltin og virða umferðarreglur. En tillitssemi í umferðinni er lykilatriði. Ökumenn þurfa að muna eftir börnum í umferðinni og gæta sín sérstaklega í nánd við skóla, leikvelli og aðra staði þar sem börn eru á ferðinni. Ástæða er til að minna sérstaklega á hraðatakmarkanir en í kringum allflesta skóla er 30 km hámarkshraði. Einnig er mikilvægt að kenna börnum umferðarreglurnar, kenna þeim á farartækin sem þau nýta sér og brýna fyrir þeim að fara varlega. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Verkefnið Göngum í skólann hefst þann 8. september næstkomandi hér á landi en þetta er í fimmtánda sinn sem Ísland tekur þátt. Markmiðið er að hvetja foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl. Einnig er með þessu móti reynt að minnka umferð við skóla og draga þannig úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Mikilvægt er að leiðbeina börnum um hver öruggasta leiðin er í skólann og hvar hætturnar geta leynst. Í tilefni af verkefninu þetta árið er sérstaklega bent á Umferðarvefinn, umferd.is, þar sem finna má fjölbreytt og skemmtilegt fræðsluefni um umferðarmál fyrir nemendur, kennara, foreldra og aðra áhugasama. Enn er hægt að skrá sig í verkefnið á gongumiskolann.is og eru grunnskólar hvattir til að taka þátt. Sjáumst í umferðinni Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og seint verður lögð nógu mikil áhersla á að gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni. Mikilvægt er að börn á leið í skóla noti endurskinsmerki svo þau sjáist vel þegar skyggja tekur. Einfalt er að verða sér út um endurskinsmerki ýmist með því að kaupa þau eða sækja ókeypis til þeirra fjöldamörgu aðila sem gefa endurskinsmerki. Til dæmis má nálgast þau í útibúum Sjóvár víðs vegar um landið en á vef Samgöngustofu er einnig að finna lista yfir staði þar sem hægt er að nálgast endurskinsmerki. Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og best er að hafa þau fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum og á skóm eða neðarlega á buxnaskálmum. Einnig er gott að velja töskur, skó og hlífðarfatnað með endurskinsmerkjum. Endurskin virkar eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr sem ökumenn greina vegfarendur því minni líkur eru á að slys verði. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur notkun endurskinsmerkja því reynst örlagarík. Ávinningurinn er því augljós. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun