Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2021 12:53 Gögn frá Bretlandi benda til þess að fullbólusettir geti borið mér sér jafnmikið af kórónuveirunni og óbólusettir jafnvel þó að bóluefnið verji þá fyrir alvarlegum veikindum eða dauða. Vísir/EPA Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Oxford-háskóla hafa ekki verið ritrýndar en þær benda þó til þess að virkni bóluefnanna tveggja gegn smiti minnki níutíu dögum eftir seinni skammt. Virkni Pfizer fór úr 85% í 75% en AstraZeneca úr 68% í 61%, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessi áhrif voru meiri hjá fólki 35 ára eða eldra en hjá yngra fólki. Þá virðast þeir sem smitast þrátt fyrir að hafa verið fullbólusettir geta verið með jafnmikið af veirunni og óbólusettir. Það bendir til þess að fullbólusett fólk smitist frekar af delta-afbrigðinu en fyrri afbrigðum og að meiri líkur séu á að þeir geti smitað aðra. Þetta gerði það erfiðara að ná svonefndu hjarðónæmi í samfélaginu með bólusetningu einni saman. Meiri hætta fyrir óbólusetta Sarah Walker, prófessor í heilbrigðistölfræði við Oxford sem leiddi rannsóknina, segir að bæði bóluefnini standi sig afar vel í gegn delta-afbrigðinu. Hún leggur áherslu á að ekki sé enn ljóst hversu líklegt er að bólusett fólk sem veikist af Covid-19 smiti út frá sér í viðtali við The Guardian. Sé það rétt að bólusettir geti borið mikið magn veirunnar í sér gæti það þýtt að þeir sem eru óbólusettir séu berskjaldaðri fyrir delta-afbrigðinu en vonir stóðu til. Meðhöfundur hennar frá Oxford-háskóla, Koen Pouwels, segir að bóluefni séu líklega best til þess fallin að verja fólk fyrir alvarlegum veikindum en aðeins síður gegn smiti. Ísland er á meðal ríkja sem hafa gripið til þess ráðs að gefa fullbólusettum einstaklingum örvunarskammt til að auka virkni bólusetningarinnar. Önnur lönd hafa lagt áherslu á að endurbólusetja viðkvæma hópa fram að þessu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), sem hvatti vestræn ríki til þess að bíða með endurbólusetningu, gagnrýnir þau ríki sem gefa örvunarskammta á sama tíma og íbúar þróunarríkja séu enn óbólusettir gegn veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira