„Mjög krefjandi“ að hitta á rétt framboð flugferða Snorri Másson skrifar 18. ágúst 2021 14:41 Faraldurinn hefur enn töluvert að segja um rekstur flugfélaga þótt ástandið hafi batnað mjög síðan fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur að undanförnu þurft að fella niður hluta af áætlun sinni í flugferðum fyrir haustið vegna áhrifa ferðatakmarkana hvers konar. „Að hitta á nákvæmlega á rétt framboð er mjög krefjandi verkefni þessa dagana hjá okkur og öðrum flugfélögum,“ segir segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins í skriflegu svari til Vísis. Bókanir berist seinna en í venjulegu árferði og staða faraldursins á mismunandi mörkuðum hafi áhrif á bókunarflæðið. „Það verður til þess að við þurfum að aðlaga áætlunina reglulega sem getur t.d. falið í sér að sameina flug, fella ákveðin flug niður eða bæta við flugferðum, eftir aðstæðum. Að undanförnu höfum við sem betur fer einungis þurft að fella niður lítið hlutfall af heildaráætlun,“ segir Ásdís. Fram kom í frétt Fréttablaðsins að PLAY hafi fellt niður fjórtán ferðir til Evrópu í september. Ásdís segir að fjöldi hugsanlegra breytinga hjá Icelandair í þeim mánuði liggi ekki fyrir, en að reglulega sé metið hvort gera þurfi breytingar á áætlunum. Flugáætlun Icelandair er orðin um tífalt stærri en hún var í lok marsmánaðar, ef fjöldi vikulegra alþjóðafluga er borinn saman. Nú eru flugferðirnar um 200 í viku. Það hjálpar þegar kemur að breytingum á flugáætlunum, segir Ásdís. „Í ljósi þess hve flugáætlunin er orðin stór er þó auðvelt, í þeim tilfellum, að finna lausnir sem henta hverjum og einum til að koma viðkomandi á sinn áfangastað,“ segir hún. Icelandair Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir 95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. 12. ágúst 2021 07:34 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
„Að hitta á nákvæmlega á rétt framboð er mjög krefjandi verkefni þessa dagana hjá okkur og öðrum flugfélögum,“ segir segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins í skriflegu svari til Vísis. Bókanir berist seinna en í venjulegu árferði og staða faraldursins á mismunandi mörkuðum hafi áhrif á bókunarflæðið. „Það verður til þess að við þurfum að aðlaga áætlunina reglulega sem getur t.d. falið í sér að sameina flug, fella ákveðin flug niður eða bæta við flugferðum, eftir aðstæðum. Að undanförnu höfum við sem betur fer einungis þurft að fella niður lítið hlutfall af heildaráætlun,“ segir Ásdís. Fram kom í frétt Fréttablaðsins að PLAY hafi fellt niður fjórtán ferðir til Evrópu í september. Ásdís segir að fjöldi hugsanlegra breytinga hjá Icelandair í þeim mánuði liggi ekki fyrir, en að reglulega sé metið hvort gera þurfi breytingar á áætlunum. Flugáætlun Icelandair er orðin um tífalt stærri en hún var í lok marsmánaðar, ef fjöldi vikulegra alþjóðafluga er borinn saman. Nú eru flugferðirnar um 200 í viku. Það hjálpar þegar kemur að breytingum á flugáætlunum, segir Ásdís. „Í ljósi þess hve flugáætlunin er orðin stór er þó auðvelt, í þeim tilfellum, að finna lausnir sem henta hverjum og einum til að koma viðkomandi á sinn áfangastað,“ segir hún.
Icelandair Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir 95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. 12. ágúst 2021 07:34 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. 12. ágúst 2021 07:34
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52