Fjórir lykilmenn fjarverandi í toppslag Víkings og Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Þessir fjórir munu missa af toppslag Pepsi Max deildar karla á sunnudaginn kemur. Vísir/Bára Dröfn Næsta helgi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu hefur alla burði til að verða ein sú áhugaverðasta í langan tíma. Toppslagur deildarinnar fer fram á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals mæta í Víkina. Bæði lið verða án tveggja byrjunarliðsmanna í leiknum. Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Segja má að komandi helgi geti skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem og í baráttunni um Evrópusæti. Breiðablik mætir KA, liðin sitja í 3. og 4. sæti deildarinnar, á Kópavogsvelli á laugardag. Degi síðar mætast toppliðin tvö Valur og Víkingur. Breiðablik og KA getað þó hoppað upp fyrir Víking í töflunni takist þeim að næla í sigur á laugardag. Einnig eiga bæði lið leik til góða á toppliðin tvö. KA verður án miðvarðarins Dušan Brković í leiknum á Kópavogsvelli þar sem hann fékk rautt spjald gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Dušan Brković verður ekki með KA leiknum á Kópavogsvelli.Vísir/Hulda Margrét Á sunnudeginum vantar töluvert fleiri leikmenn en alls verða fjórir leikmenn í banni. Hjá heimamönnum vantar hægri bakvörðinn Karl Friðleif Gunnarsson sem og miðjumanninn Júlíus Magnússon. Í lið Vals er er miðvörðurinn Rasmus Christiansen í leikbanni sem og miðjumaðurinn Birkir Heimisson. Nikolaj Hansen, markahæsti leikmaður deildarinnar, fór meiddur af velli í 3-0 sigri Víkinga á Fylki og Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði liðsins, harkaði af sér til að klára leikinn. Víkingar gætu því verið án allt að fjögurra byrjunarliðsmanna þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn. Aðrir sem verða í leikbanni um helgina eru þeir Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík), Atli Arnarson (HK), Heiðar Ægisson, Eyjólfur Héðinsson (báðir Stjarnan), Aron Kristófer Lárusson, Sindri Snær Magnússon, Wout Droste (allir ÍA) og Arnþór Ingi Kristinsson (KR). Þar sem upp hefur komið smit í herbúðum KR er ekki enn ljóst hvort leikur ÍA og KR fari fram um helgina eður ei. Stórleikir helgarinnar verða hins vegar í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik Breiðabliks og KA hefst klukkan 15.45 en leikurinn sjálfur klukkan 16.15. Á sunnudagskvöld hefst svo upphitun fyrir toppslaginn í Víkinni klukkan 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.15. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira