Veganistar svara Þorbjörgu og bjóða henni á CrossFit æfingu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Crossfit þjálfarinn og veganistinn Árni Björn Kristjánsson er ekki par sáttur við orð Þorbjargar Hafsteinsdóttur og sakar hana um fáfræði í garð veganisma. Spjallið með Góðvild/Samsett Árni Björn Kristjánsson, CrossFit þjálfari og veganisti til margra ára, gagnrýnir heilsu- og næringarþerapistann Þorbjörgu Hafsteinsdóttur fyrir fáfræði í garð veganisma. Þorbjörg var gestur í hlaðvarpsþætti þar sem hún tók undir þau orð að veganistar væru á villigötum. Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vegan Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Þorbjörg var nýlega gestur bræðranna Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Í þættinum var farið um víðan völl í öllu sem viðkemur heilsusamlegu líferni og leiddist umræðan meðan annars út í veganisma. „Ég þekki mjög fáa sem ég allavega hef talað við sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan. Ó mæ god, nú sagði ég það,“ segir Þorbjörg í þættinum. „Þau eru þreytt. Þau eru ekki í fullri orku. Þau eru með vöðvarýrnun. Þeim vantar eitthvað, sem er náttúrlega klárlega alveg eðlilegt. Þú getur ekkert fengið allt sem þú þarft á að halda úr plöntufæði.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorbjörgu í heild sinni. Sjálf segist Þorbjörg hafa prófað veganisma og fannst henni það skelfilegt. Þáttastjórnandi spyr Þorbjörgu hvort hún væri að segja að þeir sem séu bókstafstrúar á veganisma séu á villigötum. „Já, ég er að segja það.“ Veganistar eru ekki par sáttir við orð Þorbjargar og áréttu nokkrir veganistar að þeir þjáðust hvorki af þreytu né vöðvarýrnun. Á meðal þeirra er CrossFit þjálfarinn Árni Björn Kristjánsson. „Það sem að skín í gegn þarna er almennt fáfræði um veganisma og næringarfræði yfir höfuð. Ég og eiginkona mín erum bæði búin að vera vegan í 4 ár enda er markmið okkar að valda sem minnstri þjáningu með mataræði okkar. Bæði þjáningu gagnvart dýrum og þjáningu gagnvart jörðinni okkar.“ Þá bendir hann á að þau hjónin séu bæði fyrrverandi afreksíþróttamenn. Guðrún Ósk Maríasdóttir, eiginkona Árna, er margverðlaunaður markvörður í handbolta og Árni Björn var efnilegur tennisspilari en sneri sér síðar að CrossFit. Árni nefnir einnig að Guðrún Ósk sé með háskólagráður í næringarfræði og matvælafræði. „Okkur langar gjarnan að bjóða þér í heimsókn og fá að fræða þig um veganisma og út á hvað hann gengur. Það væri síðan sömuleiðis mjög gaman að fá þig með okkur á æfingu svo þú getir fengið að sjá að þeir sem aðhyllast veganisma eru svo sannarlega ekki orkulausir eða með vöðvarýrnun,“ skrifar Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið nein viðbrögð við boði sínu til Þorbjargar enn sem komið er. Hann hefur hins vegar þegið boð frá þáttastjórnendum Þvottahússins að mæta í viðtal. „Hey Veganar. I got your back,“ segir Árni og birtir skjáskot af boðinu. Skjáskot/instagram Uppfært: Árni Björn og Þorbjörg voru til viðtals um ólíkar skoðanir sínar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Vegan Heilsa Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira