Eins og að vera nöguð að innan: „Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 12:31 Veronika Kristín Jónasdóttir er með krónískan sjúkdóm sem kallast Crohn's. Ísland í dag Veronika Kristín Jónasdóttir byrjaði að finna fyrir magaverkjum árið 2006, hún lýsir verkjunum þannig að það hafi verið eins og einhver væri að naga hana að innan. Verkirnir skánuðu ekki með tímanum og þegar það byrjaði að blæða mikið frá endaþarmi stóð henni ekki á sama og leitaði sér hjálpar, hún segist ekki hafa verið tekin alvarlega af læknum fyrst um sinn og greiningarferlið hafi tekið sinn tíma. „Ég fer fljótlega til meltingarsérfræðings. Það var kona sem tók á móti mér og hún var frekar óviss um að það væri eitthvað að og kannski gerði smá lítið úr aðstæðunum.“ Í ristilspeglun voru þó augljósar bólgur til staðar og sár í ristlinum. „Þá var mér sagt að ég væri með sjúkdóm og þyrfti lyf til frambúðar en ekkert meira.“ Feimnismál í menntaskóla Sjúkdómurinn sem Veronika þjáist af kallast Chron's og getur valdið bólgum, krömpum og blæðingum. Þó að greiningarferlið hafi verið langt var léttir að vita hvað væri að valda blæðingunum. „Manni langaði að fá lausn á vandamálinu. Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum. Það var mjög róandi að fá eitthvað sem ég gat skoðað.“ Veronika var unglingur á þessum tíma og vildi ekki leita hjálpar hjá öðrum í sömu stöðu heldur las sér til á netinu. „Þetta var svo mikið feimnismál, þetta snýst um klósettferðir og þetta voru kannski fimmtán til tuttugu klósettferðir á dag. Ég var í menntaskóla á þessum tíma og var mikil gelgja og skvísa og ætlaði ekkert að fara að tala um eitthvað svona.“ Eva Laufey Kjaran settist niður með Veroniku á dögunum og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Hamlandi sjúkdómur Veronika hefur talað opinskátt um það hvernig það er að lifa með þennan króníska sjúkdóm. Í byrjun áttaði hún sig samt ekki alveg á því að þetta væri til frambúðar. „Þegar ég var yngri var ég svolítið þessi kærulausa týpa. Ég var jákvæð og svolítið fiðrildi. Ég gerði bara svolítið grín að aðstæðunum mínum.“ Meira að segja hennar bestu vinkonur vissu ekki hversu alvarlegar aukaverkanirnar voru. „Árið 2020 fer ég að finna að þetta er að hamla mér og ég er ekki að gera hluti sem ég myndi annars gera. Þá fer ég í andlega vinnu og læri hvað ég get gert.“ Andlegar afleiðingar Veronika segir að eftir bakslagið sem hún fékk 2020 þá hafi hún farið að hlusta meira á sjálfa sig og eigin líðan. Að hennar mati þarf að vera eitthvað sem grípur einstaklinga við greiningu. „Þegar ég lít til baka finnst mér vanta net fyrir svona ungt fólk að greinast með langtímasjúkdóma, hvort sem það er heilsumarkþjálfi eða sálfræðingur. Til að fara í gegnum næstu skref og hvernig þú getur verið jákvæður og skemmtilegur og lifað lífinu.“ Hún segir að það sé mjög auðvelt að sogast inn í neikvæðni og sjálfsvorkun í svona aðstæðum. „Það er ýmislegt sem getur komið á eftir. Það er einmitt ekki bara það að vera líkamlega veikur, þú verður andlega veikur líka. Það er sannað að fólk með þessa sjúkdóma er gjarnara á að finna fyrir þunglyndi og kvíða í framhaldi ef það fær ekki viðeigandi aðstoð.“ Veronika opnaði nýverið Instagram-síðuna Krónísk þar sem hún deilir sinni reynslu og upplifun í þeirri von um að hjálpa öðrum og skapa samfélag fyrir þá sem glíma við króníska sjúkdóma. „Það er fullt af fólki sem hefur sent mér skilaboð og þakkað mér.“ Sögu Veroniku má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Heilsa Kvenheilsa Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Verkirnir skánuðu ekki með tímanum og þegar það byrjaði að blæða mikið frá endaþarmi stóð henni ekki á sama og leitaði sér hjálpar, hún segist ekki hafa verið tekin alvarlega af læknum fyrst um sinn og greiningarferlið hafi tekið sinn tíma. „Ég fer fljótlega til meltingarsérfræðings. Það var kona sem tók á móti mér og hún var frekar óviss um að það væri eitthvað að og kannski gerði smá lítið úr aðstæðunum.“ Í ristilspeglun voru þó augljósar bólgur til staðar og sár í ristlinum. „Þá var mér sagt að ég væri með sjúkdóm og þyrfti lyf til frambúðar en ekkert meira.“ Feimnismál í menntaskóla Sjúkdómurinn sem Veronika þjáist af kallast Chron's og getur valdið bólgum, krömpum og blæðingum. Þó að greiningarferlið hafi verið langt var léttir að vita hvað væri að valda blæðingunum. „Manni langaði að fá lausn á vandamálinu. Ég hélt að mér yrði alltaf illt í maganum. Það var mjög róandi að fá eitthvað sem ég gat skoðað.“ Veronika var unglingur á þessum tíma og vildi ekki leita hjálpar hjá öðrum í sömu stöðu heldur las sér til á netinu. „Þetta var svo mikið feimnismál, þetta snýst um klósettferðir og þetta voru kannski fimmtán til tuttugu klósettferðir á dag. Ég var í menntaskóla á þessum tíma og var mikil gelgja og skvísa og ætlaði ekkert að fara að tala um eitthvað svona.“ Eva Laufey Kjaran settist niður með Veroniku á dögunum og má horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Hamlandi sjúkdómur Veronika hefur talað opinskátt um það hvernig það er að lifa með þennan króníska sjúkdóm. Í byrjun áttaði hún sig samt ekki alveg á því að þetta væri til frambúðar. „Þegar ég var yngri var ég svolítið þessi kærulausa týpa. Ég var jákvæð og svolítið fiðrildi. Ég gerði bara svolítið grín að aðstæðunum mínum.“ Meira að segja hennar bestu vinkonur vissu ekki hversu alvarlegar aukaverkanirnar voru. „Árið 2020 fer ég að finna að þetta er að hamla mér og ég er ekki að gera hluti sem ég myndi annars gera. Þá fer ég í andlega vinnu og læri hvað ég get gert.“ Andlegar afleiðingar Veronika segir að eftir bakslagið sem hún fékk 2020 þá hafi hún farið að hlusta meira á sjálfa sig og eigin líðan. Að hennar mati þarf að vera eitthvað sem grípur einstaklinga við greiningu. „Þegar ég lít til baka finnst mér vanta net fyrir svona ungt fólk að greinast með langtímasjúkdóma, hvort sem það er heilsumarkþjálfi eða sálfræðingur. Til að fara í gegnum næstu skref og hvernig þú getur verið jákvæður og skemmtilegur og lifað lífinu.“ Hún segir að það sé mjög auðvelt að sogast inn í neikvæðni og sjálfsvorkun í svona aðstæðum. „Það er ýmislegt sem getur komið á eftir. Það er einmitt ekki bara það að vera líkamlega veikur, þú verður andlega veikur líka. Það er sannað að fólk með þessa sjúkdóma er gjarnara á að finna fyrir þunglyndi og kvíða í framhaldi ef það fær ekki viðeigandi aðstoð.“ Veronika opnaði nýverið Instagram-síðuna Krónísk þar sem hún deilir sinni reynslu og upplifun í þeirri von um að hjálpa öðrum og skapa samfélag fyrir þá sem glíma við króníska sjúkdóma. „Það er fullt af fólki sem hefur sent mér skilaboð og þakkað mér.“ Sögu Veroniku má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Heilsa Kvenheilsa Ísland í dag Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira