Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Harry Kane hefur verið að hugsa um Manchester City í allt sumar. EPA-EFE/John Sibley Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Gæti það þýtt að Kane sé á leið til Manchester-borgar? Harry Kane hefur verið orðaður við Manchester-lið Pep Guardiola í allt sumar. Ekki urðu orðrómarnir lægri er Kane mætti ekki á æfingar hjá Tottenham eftur stutt sumarfrí í kjölfar Evrópumótsins þar sem England tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Framherjinn sá sér loks að mæta skömmu fyrir helgi og var talið að hann yrði allavega í leikmannahóp Tottenham í stórleiknum gegn Man City sem fram fór í gær, sunnudag. Allt kom fyrir ekki og orðrómarnir fóru á fullt. Frammistaða City var svo ákveðin olía á eldinn þar sem sóknarleikur City var frekar bitlaus frá upphafi til enda. Eftir 2-5 afhroð á heimavelli gegn Leicester City í 2. umferð á síðustu leiktíð var Rúben Dias sóttur til Benfica. Stóra spurningin er hvort Pep geri slíkt hið sama nú. Varnarlína City í leiknum gegn Leicester innihélt þá Kyle Walker, Nathan Aké, Eric Garcia og Benjamin Mendy. Í raun var það aðeins Walker sem tók virkan þátt í baráttu City á öllum vígstöðvum en hinir þrír sátu meira og minna á bekknum það sem eftir lifði tímabils. Rúben Dias var hreint út sagt stórkostlegur á síðustu leiktíð.Michael Regan/Getty Images Vissulega spiluðu meiðsli og samningsstaða inn í en ásamt því að fjárfesta í Dias þá kom John Stones til baka úr meiðslum sem og Aymeric Laporte spilaði töluvert. Það var þó Dias sem fékk mest lof en hann gjörbreytti varnarleik liðsins og var talinn einn albesti leikmaður ensku deildarinnar. Fór það svo að Man City vann ensku úrvalsdeildina nokkuð þægilega. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem skortur á framherja var aftur til umræðu eftir 1-0 tap gegn Chelsea. Manchester City hefur nú þegar fest kaup á enska landsliðsmanninum Jack Grealish fyrir allt að 100 milljónir punda. Talið er að Harry Kane verði litlu ódýrari en ef miða má við síðustu leiktíð gæti svo farið að fyrirliði enska landsliðsins verði orðinn leikmaður Man City áður en langt um líður. Að því sögðu hefur Kane verið nefndur í hóp Tottenham fyrir leik í Sambandsdeild Evrópu síðar í vikunni. Alls eru 25 leikmenn í hópnum. Jack Grealish komst lítið áleiðis gegn Tottenham í sínum fyrsta leik fyrir Man City.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22 Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00 Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. 15. ágúst 2021 17:22
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 15. ágúst 2021 19:00
Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi. 9. ágúst 2021 11:30