Traust forysta VG! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 18:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar