Bæjarar í brasi: Unnu ekki leik á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 15:30 Nagelsmann á hliðarlínunni gegn Napoli. vísir/Getty Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa verið í ákveðnu brasi á undirbúnings-tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið leik það sem af er sumri, þrjú töp og eitt jafntefli í fjórum leikjum er niðurstaðan. Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Julian Nagelsmann, hið 34 ára gamla undrabarn, tók við stjórnartaumum Bæjara að loknu síðasta tímabili. Nagelsmann er talinn einn allra efnilegasti þjálfarinn í bransanum og það var reiknað með að hann myndi lyfta Bayern á enn hærri stall. Nagelsmann er þekktur fyrir hugmyndafræði sína en hann hugsar töluvert út fyrir kassann. Hann vill spila ákveðna tegund af fótbolta og það getur tekið töluverðan tíma að innleiða slíka hugmyndafræði hjá nýju liði. Þá er það ekki að hjálpa honum – né Bayern – að leikmenn eru enn að skila sér úr sumarfríi en fjölmargir leikmenn liðsins tóku þátt á EM eða Ólympíuleikunum í sumar. Bayern hefur sótt þrjá leikmenn – Omar Richards, Dayot Upamecano og Sven Ulreich – fyrir komandi tímabil. Það er ekki talin nægilega mikil styrking þar sem liðið missti David Alaba, Jerome Boateng og Javi Martinez. Ekki nóg með það heldur verður liðið eflaust án Joshua Kimmich, Alphonso Davies og Thomas Muller þegar deildin fer af stað. Þeir fengu lengra sumarfrí en aðrir leikmenn liðsins og eru ekki komnir í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag til að spila gegn Gladbach annað kvöld. Bayern lék fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, þrír af þeim töpuðust og einn endaði með jafntefli. Bayern 2-3 FC Köln Bayern 0-2 Borssia Mönchengladbach Bayern 0-3 Napoli Bayern 2-2 Ajax Bayern Munich return to Bundesliga action tomorrow, but is their title defence at risk of a shaky start? They have been winless in pre-season, after losing big name stars including David Alaba and Jerome Boateng. #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2021 Þýska úrvalsdeildin fer af stað á morgun þegar Bayern heimsækir Gladbach og strax eru orðrómar komnir á kreik um að liðið gæti lent í vandræðum. Til að auka á vandræði Nagelsmann þá kom hann upp í gegnum unglingastarf 1860 München á sínum tíma. Um er að ræða erkifjendur Bayern og því eru ekki allir á eitt sáttir með ráðninguna. Það er ljóst að pressan á Nagelsmann er strax orðin mikil og ef úrslitin falla ekki fyrir hann í upphafi gæti hann átt erfitt með að sannfæra stjórnarmenn Bæjara um að hann sé rétti maðurinn í starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira