Frítt fyrir börnin Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:01 Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja? Staðreyndin er sú að það eru mjög margir foreldrar sem standa frammi fyrir því að geta einungis leyft barninu sínu eina tómstund (ef það) með hjálp frístundastyrksins. Því miður veit ég líka um marga foreldra sem geta ekki einu sinni nýtt frístundastyrkinn í þetta því styrkinn þurfa þau að nota til að geta sent börnin sín á frístundaheimili eftir skóla. Svo eru sveitarfélög sem bjóða ekki einu sinni upp á frístundastyrk. Alla foreldra dreymir um að geta leyft börnunum sínum að fara í tónlistarskóla, á myndlistar- og leiklistarnámskeið, íþróttir og allt sem hugur þeirra leitar til. Hinsvegar þarf ég, eins og mjög margir foreldrar,að velja. Margar af tómstundunum hafa líka aukinn kostnað sem ætlast er til að foreldrar leggi út fyrir. Sums staðar þarf að kaupa dýra búninga, eða búnað sem þarf. Þar að auki þarf oft að borga gífurlegar fjárhæðir í keppnisgjöld því það eru jafnvel mót um hverja einustu helgi sem öll kosta eitthvað. Og í hvað fara þessar fjárhæðir? Fara þær inn í tómstundir barnanna okkar? Íþróttafélögin eru mörg rekin á þeim hagnaði sem yngstu flokkarnir koma með inn í félagið. Mót, keppnir og allskonar fjáraflanir sem eru rekin á yngstu stigum fara beint í að halda uppi efstu flokkunum. Ég set stórt spurningarmerki við það. Ég myndi öllu heldur vilja að það yrði skoðað að verðlauna þá sem ná lengra á annan hátt en á kostnað þeirra sem yngri eru. Ég óska þess að við hættum alfarið að líta á börn sem tekjulind. Börn eru augljóslega fólk án tekna og ættu því ekki að þurfa að borga fyrir neina þjónustu yfirhöfuð. Frístundaheimili, tómstundir, íþróttir og fleira ætti allt að vera gjaldfrjálst. Alveg eins og læknaog tannlæknaþjónusta, sálfræðiþjónusta og önnur nauðsynleg grunnþjónusta. Börn eru tekjulaus, látum ekki laun foreldra þeirra standa í vegi fyrir að þau blómstri á allan þann hátt sem þau vilja. Fyrir þau ykkar sem viljið nota þau rök að börn þurfi einhverntíman að læra að hlutir kosta skal ég fullvissa um að lærdómurinn er víða annars staðar. Í fríum með foreldrum, í húsnæði og bílakosti, í fatnaði, leikföngum og svo framvegis. Það er af nógu að taka. Leyfum börnum að vera börn. Sósíalistaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að börnum og ungmennum séu tryggðar gjaldfrjálsar tómstundir. Ég vil því hvetja alla sem eru sammála mér að kjósa x-J í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi. Höfundur er sósíalískur femínisti og vermir 4. sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun