Ísland án lykilmanna í mikilvægum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 12:00 Martin Hermannsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Svartfjallalandi og Danmörku. Vísir/Bára Dröfn Íslenska landsliðið í körfubolta hefur í dag leik Svartfjallalandi þar sem leikið er í forkeppni undankeppni HM 2023. Íslenska liðið verður án sterkra leikmanna en bæði Martin Hermannsson og Jón Axel Guðmundsson gefa ekki kost á sér í leikina. Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira
Ásamt þeim tveimur er Haukur Helgi Pálsson frá vegna meiðsla og Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson er einnig fjarverandi. Martin gat ekki gefið kost á sér þar sem hann þarf að vera mættur til æfinga með spænska stórliðinu Valencia í vikunni. Það stefnir í að Valencia spili allt að 80 leiki á tímabilinu og álagið því mikið. Jón Axel er í sömu stöðu en hann er um þessar mundir staddur í Las Vegas þar sem hann spilar með Phoenix Suns í sumardeild NBA. Jón Axel virðist hins vegar vera á leið til Ítalíu að sumardeildinni lokinni en samkvæmt frétt Vísis styttist í að hann verði leikmaður Bologna sem spilar í efstu deild þar í landi. Ísland mætir heimamönnum í Svartfjallalandi í dag og mætir svo Dönum á morgun. Um er að ræða þriggja liða forkeppni sem fram fer í Svartfjallalandi. Síðari leikirnir fara svo fram eftir helgi. Það vantar nokkra sterka leikmenn í hóp Svartfjallalands á meðan Danmörk ætti að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Tvö lið fara áfram upp úr forkeppninni í hefðbundna undankeppni. Fari svo að Ísland komist ekki áfram gæti liðið farið næstum tvö ár án þess að leika alvöru landsleik. Ef liðið endar í neðsta sæti forkeppninnar er ljóst að liðið mun vera í neðri styrkleikaflokknum þegar dregið verður í næstu forkeppni. Það er því mikið undir er Ísland hefur leik klukkan 18.00. Baldur Ragnarsson, annar af aðstoðarþjálfurum íslenska landsliðsins, fór yfir mótherja Íslands á Twitter-síðu KKÍ. Hann segir íslenska liðið vera á leiðinni í tvo mjög misjafna leiki. Baldur Ragnarsson aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins fór aðeins yfir stöðuna í bubblunni í Podgorica Fyrsti leikur af fjórum hér í Svartfjallalandi á næsta fimmtudag kl.18.00 að íslenskum tíma í beinni á RÚV2#korfubolti #fibawc #fibawc2023 pic.twitter.com/VkuHH3TrAk— KKÍ (@kkikarfa) August 10, 2021 Þó mikið vanti í leikmannahóp Íslands eru fjölmargir sterkir leikmenn í hópnum en hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Alls eru 14 leikmenn í hópnum en aðeins 12 mega vera á skýrslu hverju sinni. Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir) Hópur Íslands fyrir leik kvöldsins hefur verið valinn. Þeir Ragnar Örn Bragason og Þórir Gumundur Þorbjarnarson þurfa að verma varamannabekkinn að þessu sinni. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Nafn - Lið - Fjöldi landsleikja Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp - Belgíu (52 leikir) Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan (6 leikir) Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík (88 leikir) Kári Jónsson, Basket Girona - Spánn (18 leikir) Kristinn Pálsson, Grindavík (19 leikir) Kristófer Acox, Valur (40 leikir) Ólafur Ólafsson, Grindavík (42 leikir) Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan (51 leikur) Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn (2 leikir) Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll (16 leikir) Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza - Spánn (43 leikir) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR (11 leikir) Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan (66 leikir)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Sjá meira