Yfirgáfu félagið þar sem þjálfarinn beitti leikmenn ítrekað andlegu ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2021 10:30 Richie Burke ku hafa kallað leikmenn öllum illum nöfnum, gert lítið úr þeim, móðgað þá og brotið niður. Scott McIntyre/Washington Post Á síðustu tveimur árum hafa fjórir leikmenn yfirgefið knattspyrnuliðið Washington Spirits sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Ástæðan er munnlegt og andlegt ofbeldi þjálfara liðsins. „Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images Fótbolti NWSL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
„Hann fékk mig til að hata fótbolta,“ segir hin 23 ára gamla Kaiya McCullough, ein þeirra sem hefur yfirgefið félagið, í viðtali við The Washington Post. McCullough, líkt og aðrir leikmenn, hætti að njóta þess að spila og varð skíthrædd við að gera mistök vegna viðbragða Richie Burke, þáverandi þjálfara liðsins en hefur loksins látið af störfum. Burke öskraði á leikmenn við minnsta tilefni. Hann ógnaði leikmenn, gagnrýndi þá og móðgaði persónulega segir einnig í greininni. Þá sagði hann óviðeigandi brandara sem sneru að lituðu fólki sem McCullough, sem er svört, fannst mjög óþægilegt. „Ég var 100 prósent í aðstæðum þar sem Burke var að beita mig andlegu ofbeldi. Hann bjó til umhverfi þar sem ég vissi að ég að ég væri að spila illa því ég var svo hrædd við að gera mistök og láta öskra á mig. Frammistöður mínar versnuðu og ég varð mjög kvíðin.“ McCollough er ein fjögurra sem yfirgaf félagið á síðustu tveimur árum vegna hegðunar og þjálfunaraðferða Burke, ef aðferðir skyldi kalla. Tvær af þeim staðfestu sögu McCoullough og að þær hefðu yfirgefið félagið vegna aðferðanna sem Burke notaði. Sú fjórða neitaði að tjá sig en samkvæmt heimildum er sama ástæða að baki brotthvarfi hennar frá félaginu. Burke ku ítrekað hafa kallað ákveðna leikmenn „hundaskít“ og „sóun á plássi.“ NEW: At least four players have left the Washington Spirit in the last two years because of what they said was "verbal and emotional abuse" by their coach, Richie Burke. My story on what's been going on behind the scenes at the Spirit: https://t.co/bW7YbmZYAk— Molly Hensley-Clancy (@mollyhc) August 11, 2021 Á meðan Washington Post vann að grein sinni í vikunni ákvað þjálfarinn að segja að sér. Hann svaraði ekki smáskilaboðum eða símhringingum blaðamanna miðilsins er þeir reyndu að ná í hann. Félagið staðfesti hins vegar að Burke yrði settur í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn NWSL-deildarinnar vegna hegðunar hans væri yfirstandandi. Deildin hefur einnig staðfest að rannsókn sé hafin á hegðun þjálfarans. Kaiya McCullough er ein af þeim hefur stigið upp og sagt frá munnlega og andlega ofbeldinu sem leikmenn urðu fyrir.Howard Smith/Getty Images
Fótbolti NWSL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira