Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 14:33 Áfram fjölgar sjúklingum með Covid-19 á Landspítalanum. vísir/vilhelm Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fjölgað hefur um einn á gjörgæslu og tvo á bráðadeildum frá klukkan 15 í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Af fimm einstaklingum á gjörgæslu eru tveir óbólusettir. Sjö af 24 sjúklingum á bráðadeildum eru sömuleiðis óbólusettir en þeir sem eru í öndunarvél hafa hlotið bólusetningu. Alls hafa 63 sjúklingar lagst inn á Landspítalann með Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins. Um 40 prósent þeirra eru óbólusettir. Níu hafa þurft gjörgæslustuðning og eru fimm þeirra fullbólusettir. Spítalinn er áfram á hættustigi sem er annað af þremur viðbragðsstigum Landspítalans. Nú eru 1.383, þar af 303 börn, í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans og hefur fækkað nokkuð. Einn er á rauðu en 42 einstaklingar flokkast gulir og þurfa nánara eftirlit. 20 starfsmenn spítalans eru með Covid-19, ellefu eru í sóttkví A og 69 í sóttkví C. Þórólfur fylgist vel með stöðunni á spítalanum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær til stæði að framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur að tillögu sóttvarnalæknis. Verður 200 manna samkomubann og eins metra nálægðarregla því í gildi til og með 27. ágúst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann fylgist nú vel með stöðunni á Landspítala og sé reiðubúinn að leggja til harðari aðgerðir innanlands ef faraldurinn reynist honum ofviða. „Ég held að við hefðum þurft að herða aðgerðir ef spítalinn telur að hann sé kominn á neyðarstig eða ráði ekki við það sem er að gerast, þá þarf sjálfsagt að herða. Þannig að ég held að þess vegna hafi kannski ekki verið ástæða til að fara í þær aðgerðir núna,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. 10. ágúst 2021 21:30