Þjálfarar í hefndarhug berjast um bikar í Belfast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2021 13:30 Unai Emery og Thomas Tuchel mætast á hliðarlínunni í kvöld. EPA/Samsett Ofurbikar Evrópu fer fram í kvöld þar sem Chelsea, sigurvegarar Meistaradeildar Evrópu, og Villareal, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mætast. Reikna má með hörku lið þó bæði lið mæti löskuð til leiks. Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld. Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Síðasta tímabil í Evrópuboltanum var langt og strangt út af ýmsum ástæðum, þá aðallega kórónuveirufaraldrinum. Eftir það tók Evrópumótið við og svo Ólympíuleikar. Því eru flest stórlið Evrópu enn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, verið er að ganga frá félagaskiptum og stórstjörnur að koma úr sumarfríi. Það breytir því ekki að bæði lið munu eflaust geta stillt upp firnasterkum byrjunarliðum í kvöld. Timo Werner vill eflaust sanna sig í framlínu Chelsea þar sem Romelu Lukaku er á leiðinni að hirða stöðu hans í byrjunarliðinu. The fantastic Windsor Park hosts its first major UEFA club event with tonight's #SuperCup.Find out about the stadium's redevelopment, UEFA support, and how the @IrishFA is developing the game at home: — UEFA (@UEFA) August 11, 2021 Segja má að þjálfarar beggja liða séu í hefndarhug en öðrum var sparkað frá París-Saint Germain og hinum frá Arsenal. Báðir þjálfarar sýndu hvað í þeim býr á síðustu leiktíð og stefna á frekari verðlaun í kvöld. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur nú þegar farið með liðið í tvo úrslitaleiki. Liðið tapaði nokkuð óvænt 0-1 fyrir Leicester City í úrslitum FA-bikarsins en lagði Manchester City að velli 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá sigur gaf liðinu farseðilinn í Ofurbikar Evrópu þar sem Tuchel stefnir á að bæta bikar númer tvö í safnið. Hinum megin er Unai Emery, fyrrum þjálfari Arsenal. Hans fyrrum lið var heillum horfið á síðustu leiktíð á meðan Villareal endaði í 7. sæti en tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu með sigri í Evrópudeildinni. Hann líkt og Tuchel vill minna fólk á hvers hann er megnugur með því að leggja stjörnuprýtt lið Chelsea í kvöld. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands sem þýðir að Chelsea þarf ekki að ferðast langt í leikinn. Hvort það skipti höfuðmáli kemur einfaldlega í ljós í kvöld.
Fótbolti Ofurbikar UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira