Sjálfsvígum fjölgar í Kenía Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:07 Ein kenningin um fjölgun sjálfsvíga í Kenía gengur út á að um sé að kenna staðalímyndum um karlmennskuna. Nærri 500 manns hafa tekið eigið líf í Kenía það sem af er ári en allt árið í fyrra nam fjöldinn 320. Yngsta manneskjan var níu ára og sú elsta 76 ára, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. George Kinoti, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, segir sjálfsvíg aldrei hafa verið jafn tíð og að bráðra aðgerða sé þörf. Mannréttindanefnd Kenía (KNCHR) sagði í fyrra að 1.442 Keníamenn hefðu gert tilraun til að svipta sig lífi á árunum 2015 til 2018. Raunar væri fjöldinn líklega meiri þar sem aðeins hluti tilvika væri tilkynntur. Þá sögðust samtökin telja að aukninguna mætti meðal annars rekja til versnandi geðheilsu vegna slæmrar efnahagslegrar og félagslegrar stöðu. Samkvæmt Alþjóðabankanum fellur 6,1 Keníamaður af hverjum 100 þúsund fyrir eigin hendi. Fjölmiðlamaðurinn Eddy Kimani, sem hefur sjálfur barist við geðsjúkdóma, segir keníska karlmenn glíma við þunglyndi, sem stundum leiði til sjálfsvígs, vegna ranghugmynda um það hvað það þýði að vera karlmaður. „Karlmenn í Kenía eru almennt að taka eigið líf vegna rangra hugmynda um það hvað það er að vera maður. Afrískur maður situr á tilfinningum sínum því hann óttast viðbrögð samfélagsins, sem hefur kennt mönnum að þeir gráta ekki, að þeir eiga ekki að sýna tilfinningar sínar eða vera viðkvæmir.“ Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Kenía Geðheilbrigði Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
George Kinoti, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, segir sjálfsvíg aldrei hafa verið jafn tíð og að bráðra aðgerða sé þörf. Mannréttindanefnd Kenía (KNCHR) sagði í fyrra að 1.442 Keníamenn hefðu gert tilraun til að svipta sig lífi á árunum 2015 til 2018. Raunar væri fjöldinn líklega meiri þar sem aðeins hluti tilvika væri tilkynntur. Þá sögðust samtökin telja að aukninguna mætti meðal annars rekja til versnandi geðheilsu vegna slæmrar efnahagslegrar og félagslegrar stöðu. Samkvæmt Alþjóðabankanum fellur 6,1 Keníamaður af hverjum 100 þúsund fyrir eigin hendi. Fjölmiðlamaðurinn Eddy Kimani, sem hefur sjálfur barist við geðsjúkdóma, segir keníska karlmenn glíma við þunglyndi, sem stundum leiði til sjálfsvígs, vegna ranghugmynda um það hvað það þýði að vera karlmaður. „Karlmenn í Kenía eru almennt að taka eigið líf vegna rangra hugmynda um það hvað það er að vera maður. Afrískur maður situr á tilfinningum sínum því hann óttast viðbrögð samfélagsins, sem hefur kennt mönnum að þeir gráta ekki, að þeir eiga ekki að sýna tilfinningar sínar eða vera viðkvæmir.“ Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Kenía Geðheilbrigði Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira