Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Donny stefnir á að brosa meira á komandi leiktíð. EPA-EFE/Laurence Griffiths Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum. Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Eftir að myndir birtust af æfingum Manchester United á undirbúningstímabilinu var einn leikmaður sem stóð upp úr. Hollenski miðjumaðurinn virkaði mun breiðari og meiri en á síðustu leiktíð. Samkvæmt heimildum The Telegraph er hann með eitt markmið í hug, að sýna sig og sanna á komandi tímabili. Donny átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og náði ekki að sína sýnar bestu hliðar. Hann er talinn sterkari og sneggri nú heldur en þá segir í frétt The Telegraph. Ástæðan er einföld, Donny nýtti allan þann frítíma sem hann fékk í sumar til að byggja upp vöðvamassa í þeirri von um að tryggja sér byrjunarliðssæti hjá Manchester United í vetur. How Donny van de Beek bulked up to save his Manchester United career @TelegraphDucker https://t.co/dRYtE03Ayf— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 9, 2021 Margir hefðu brotnað eftir að meiðast skömmu áður en Evrópumótið fór af stað. Í stað þess ákvað De Beek að fara strax í stutt frí, hreinsa hugann og þaðan rakleiðis í ræktina. „Hann hefur bætt á sig vöðvum. Hann fékk síðasta tímabil til að venjast enskum fótbolta og hefur nýtt sumarið vel. Þú veist aldrei hvernig leikmenn koma inn í deildina, sumir þurfa ár til að venjast henni. Þú sérð Fred og þróun hans en svo eru leikmenn sem koma inn með látum.“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir vináttuleik á dögunum. Þó Van de Beek hafi verið orðaður við fjölda liða frá því í janúar þá hefur hann lítinn sem engan áhuga á að skipta um lið. Í laumi vonast Donny eflaust til að innkoma Raphaël Varane hjálpi honum þar sem Ole stefnir á að spila með sóknarsinnaðri miðju en á síðustu leiktíð. Á meðan framtíð Paul Pogba er óráðin gæti vel verið að Solskjær horfi til Donny frekar þar sem hann veit að þar er leikmaður sem virðist tilbúinn að gera hvað sem er til að spila reglulega fyrir Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira