Fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo lýsir meintri kynferðisáreitni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 15:55 Brittany Commisso er fyrst þeirra kvenna sem hefur sakað Cuomo um kynferðisáreitni til að stíga fram og greina frá upplifun sinni. skjáskot Fyrrverandi aðstoðarkona Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, sem hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni hefur stigið fram og lýst ofbeldinu í fyrsta sinn undir nafni. Konan er ein ellefu kvenna sem hafa sakað Cuomo um kynferðislega áreitni á tíma hans í embætti. „Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
„Það sem hann gerði við mig var glæpur,“ segir Brittany Commisso, í viðtali við fréttastofu CBS, sem birtist í dag. Commisso er fyrst kvennanna, svo vitað sé til, sem kærir Cuomo fyrir kynferðisáreitni en í síðustu viku birtust niðurstöður rannsóknar á vegum dómsmálaráðherra New York-ríkis þar sem fram kom að Cuomo hafi gerst sekur um kynferðisáreitni gegn ellefu konum. „Ég var hrædd um það að ef ég stigi fram, og upplýsti um hver ég er, myndi ríkisstjórinn og stuðningsmenn hans ráðast á mig, að þeir myndu draga nafn mitt í gegn um drullusvað eins og ég hef orðið vitni af þeim gera við fólk áður,“ segir Commisso í viðtalinu. Commisso hefur meðal annars sakað Cuomo um að hafa káfað á rassi hennar, ítrekað sagt óviðeigandi hluti við hana um líkama hennar og ástarlíf og að hafa eitt skipti farið inn á blússu hennar og káfað á brjóstum hennar. Þá hafi hann oft knúsað hana án samþykkis og í eitt skipti kysst hana, án hennar samþykkis. Hægt er að horfa á hluta viðtalsins í spilaranum hér að neðan. Cuomo, sem er 63 ára, hefur neitað öllum ásökunum og hefur hingað til ekki tekið í mál að segja af sér, þrátt fyrir hvatningu ýmissa hátt settra aðila, þar á meðal Joes Biden Bandaríkjaforseta. Rannsóknin sem var framkvæmda f dómsmálaráðherra New York var viðamikil og tók marga mánuði. Tæplega 200 voru yfirheyrðir við rannsóknina, þar á meðal þeir sem hafa sakað hann um kynferðisáreitni. Núverandi aðstoðarkona Cuomos, sem hefur verið aðstoðarkona hans undanfarin tvö ár, sagði af sér í morgun en hún hefur verið sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanninum og hótað að minnsta kosti einum þolanda. Eftirlitsnefnd ríkisþings New York mun funda í dag og fjalla um skýrsluna. Þá verður einnig rætt um mögulegar ákærur á hendur Cuomo á fundinum.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29 Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27 Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6. ágúst 2021 22:29
Biden hvetur Cuomo til að segja af sér Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag. 3. ágúst 2021 23:27
Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. 3. ágúst 2021 19:23