Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 10:59 Vísir/Sigurjón Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play. Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Eftirspurn eftir flugsætum til og frá sumarleyfisstöðum Play var vel umfram væntingar. Ný bylgja kórónuveirufaraldursins er sögð hafa haft neikvæð áhrif á eftirspurn meðal Íslendinga en ekki erlendra farþega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallar og fjölmiðla en þar segir að Play hafi verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli í júlí með 96,2 prósent flugferða á réttum tíma. Minna um afbókanir hjá erlendum ferðamönnum Ný bylgja faraldursins skall á hér á landi um miðjan júlímánuð og nýttu íslenskir viðskiptavinir þá Covid-19 skilmála í auknum mæli til að breyta ferðadagsetningu sinni. Að sögn Play hafði þetta neikvæð áhrif á sætanýtingu í mánuðinum. Þó sé ekki um að ræða tekjutap heldur tilfærslu á tekjum og sætanýtingu. Mun minna var um breytingar eða afbókanir meðal erlendra ferðamanna á leið til Íslands. Meirihluti þeirra farþega sem kaupa miða með Play eru erlendir ferðamenn eða farþegar sem hefja ferð sína utan Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu. „Nú þegar merkir PLAY aukin ferðavilja og bókanir frá innlendum viðskiptavinum og stjórnendur félagsins eru bjartsýnir á komandi mánuði.“ Vel í stakk búin til að takast á við áhrif faraldursins Flugfélagið fékk þrjár Airbus 321 neo farþegaþotur í sumar og eru þær allar komnar í notkun. „Flugvélarnar koma inn í framleiðslu félagsins í takt við eftirspurn á markaði og eftir því sem flugáætlun félagsins þéttist. Hér nýtur félagið sveigjanlegra leigukjara sem gefur því kost á að stýra framboði sínu og um leið kostnaði félagsins með hagkvæmum hætti. Félagið er þannig vel í stakk búið til að takast á við þau áhrif sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér á næstu mánuðum,“ segir í tilkynningu. „Markmið okkar er að byggja Play upp í öruggum og yfirveguðum skrefum og er góður árangur þessa fyrsta mánaðar í fullum rekstri traust og gott skref í þá átt. Við erum stolt af árangri okkar við erfiðar aðstæður og ég vil þakka starfsfólki okkar fyrir elju og dugnað og farþegum okkar fyrir að ferðast með Play,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play.
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur