Stuðningsfólk Tottenham klappaði Saka lof í lófa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 07:31 Saka fékk hlýlegar móttökur á Tottenham Hotspur-vellinum um helgina. Getty Images Erkifjendurnir Tottenham Hotspur og Arsenal mættust í vináttuleik í gær. Stuðningsfólk beggja liða klappaði Bukayo Saka lof í lófa er hann kom inn af varamannabekk Arsenal eftir rúmlega klukkutíma leik. Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
Bukayo Saka tók síðustu spyrnu enska landsliðsins er liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu fyrr í sumar. Hinn 19 ára gamli Saka varð í kjölfarið fyrir kynþáttaníði sem og öðru skítkasti á samfélagsmiðlum. Hann var ekki eini leikmaður enska landsliðsins sem varð fyrir slíku aðkasti. Rivalries aside. What a moment this was this afternoon. @BukayoSaka87 pic.twitter.com/sfObRqyGP8— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Bæði Marcus Rashford og Jadon Sancho fengu einnig á baukinn eftir að vítaspyrnur þeirra fóru forgörðum. Leikmennirnir hafa þó einnig fengið stuðning úr öllum áttum og náði það hámarki er stuðningsfólks Tottenham klappaði Saka lof í lófa. Ekki nóg með það heldur var borði hengdur upp á heimavelli Tottenham þar sem stóð að félagið stæði með Saka og öðrum leikmönnum í baráttunni gegn kynþáttaníði og mismunun. We stand together. @SpursLGBT pic.twitter.com/M6Fy2jl78D— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 8, 2021 Heung-Min Son skoraði eina mark leiksins og tryggði Tottenham 1-0 sigur í síðasta leik liðanna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal mætir nýliðum Brentford á föstudaginn kemur á meðan Tottenham fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn á sunnudaginn.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00 Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01 Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Risastór veggmynd af Rashford, Sancho og Saka í Manchester Risastór veggmynd af Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka hefur verið afhjúpuð. 14. júlí 2021 12:00
Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. 15. júlí 2021 17:01
Ted Lasso styður við bakið á Jadon, Marcus og Bukayo Ted Lasso, þjálfari enska knattspyrnuliðsins AFC Richmond, styður við bakið á ensku landsliðsmönnunum þremur sem klúðruðu vítaspyrnum er England laut í gras gegn Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins. 16. júlí 2021 12:30
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23