Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“ Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“
Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Sjá meira
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57