Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:57 Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, segir tíma til kominn að Pólland hætti að verða við öllum kröfum Evrópusambandsins. EPA-EFE/RAFAL GUZ Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Spennan milli Varsjár og Brussel hefur stigmagnast undanfarin ár vegna lagaumhverfisins í Póllandi. Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögin standist ekki og þau beri að afnema. Gagnrýnendur segja lögin notuð í pólitískum tilgangi. Pólland hefur nú aðeins tíu daga til að fella lögin úr gildi. Verði Pólland ekki við því mun Evrópusambandið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða. „Ég er mjög mótfallinn því að Pólland lúti ólöglegum kúgunum Evrópusambandsins sem Evrópudómstóllinn hefur innt af hendi,“ sagði Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra, í viðtali við Rzeczpospolita Daily sem birtist í dag. „Sú hugmynd að Evrópusambandið sé góði frændinn sem gefi okkur peninga, og að við eigum að lúta kröfum þess sama hvað, er áróður og stenst ekki skoðun,“ sagði hann og bætti við að hann væri hlynntur aðild að Evrópusambandinu en það ætti ekki að vera skilyrðalaust. Ziobro er leiðtogi Sameinað Pólland, íhaldssams flokks í samsteypustjórn Póllands, og er arkítekt lagabreytinga sem hafa vakið upp miklar deilur milli ríkisins og Evrópusambandsins. Sambandið telur að breytingarnar grafi undan sjálfstæði dómstóla í Póllandi. Ríkisstjórn Póllands hefur deilt um hvað skuli gera í málinu. Frjálslyndari flokkar ríkisstjórnarinnar telja að miðla eigi málum við Evrópusambandið en Sameinað Pólland, flokkur Ziobros, telur að refsingarnar, sem dómarar geta sætt, séu nauðsynlegar svo að dómarar telji sig ekki yfir lög og reglur hafna. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er meirihluti Pólverja hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir það sýnir ný skoðanakönnun, sem gerð var fyrir Rzeczpospolita, að 17 prósent Pólverja sé hlynntir því að yfirgefa Evrópusambandið sem er töluverð aukning miðað við eldri kannanir.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Telur Ungverja ekki eiga erindi í ESB lengur Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag. 24. júní 2021 22:59
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. 8. apríl 2020 10:27