Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2021 12:56 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Mikill erill hefur verið á Keflavíkurflugvelli að undanförnu, einkum og sér í lagi í tengslum við komufarþega. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglu, segir að oft á sólarhring myndist hreinlega örtröð í flugstöðinni. Á þessum sólarhring sé til dæmis gert ráð fyrir fimmtíu og þremur komuvélum á flugvellinum. Miðað við 150 manns í hverri vél, sem er ekki full nýting, séu það um átta þúsund komufarþegar til landsins á 24 klukkustundum. „Mörgum finnst þetta ganga hægt. Í raun gengur afgreiðslan hratt en farþegafjöldinn er það mikill að þetta tekur langan tíma, þó að afgreiðslan sé skilvirk og allt fullmannað, til dæmis í skoðun vottorða,“ segir Sigurgeir. Meðal verkefna sem þurfi að sinna sé eftirfylgni með forskráningu farþega, skoðun bólusetningarvottorða, auk sýnatöku og eftirfylgni með sóttkví hjá óbólusettum komufarþegum. Óbólusettir sé þó í miklum minnihluta meðal farþega. Rauði liturinn breyti litlu Ísland er nú orðið rautt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu, sem gæti haft áhrif á ferðalög fólks héðan til annarra landa. Breytingin hafi þó takmörkuð áhrif á starfið í flugstöðinni. „Einu áhrifin hjá okkur gætu verið þau að farþegum gæti fækkað frá einhverjum löndum. Reglur varðandi svokölluð rauð lönd eru svo mismunandi og síbreytilegar milli landa, þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða. En bein áhrif á okkar starf eru engin.“ Vegna ráðstafana á landamærunum tekur lengri tíma en ella að fara í gegnum flugstöðina. Sigurgeir segir að ef landamæraaðgerðir eru hugsaðar til lengri tíma þurfi að gera úrbætur. Hann telur húsnæði flugstöðvarinnar ekki bjóða upp á að starfið geti orðið skilvirkara en það er nú þegar. „Ef þetta verður viðvarandi verkefni þá held ég að þurfi að huga að húsnæðismálum og síðan mönnun.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira