Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 16:51 Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. AP/John Locher Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna. Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls. Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls.
Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira