Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 14:39 Samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára segir lagið Vertigo ekta sumarsmell sem fjalli um það að láta ekkert stoppa sig. „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“ Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“
Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40