Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2021 15:00 Hvítu tjöldin voru sett upp í ár og hér stendur Svava Kristín fyrir framan eitt þeirra. Tjöldin eru aftur á móti ekki í Herjólfsdal heldur úti í garði hjá Eyjamönnum. Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. „Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“ Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira
„Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Sjá meira