Naeher varði tvö víti í vítakeppninni og eitt í leiknum: Rapinoe með sigurvítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:56 Megan Rapinoe fagnar sigurvítinu með liðsfélögum sínum í bandaríska landsliðinu. AP/Kiichiro Sato Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíukeppninnar í Tókýó eftir sigur á Evrópumeisturum Hollands í vítakeppni. Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð.
Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira