Þakkaði mömmu sérstaklega eftir fyrsta leikinn með aðalliði FCK Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 13:15 Hákon Arnor Haraldsson samdi við FC København fyrir tveimur árum. getty/Lars Ronbog Skagamaðurinn ungi Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið FC København í gær. Hann þakkaði móður sinni eftir frumraunina. FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu. Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
FCK vann 0-5 sigur á Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Danska liðið vann einvígið, 9-1 samanlagt. Hákon kom inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir William Bøving sem var þá nýbúinn að koma FCK í 0-5. „Ég er bara ánægður að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir jafn stórt félag og FCK svo þetta er stór dagur,“ sagði hinn átján ára Hákon við heimasíðu FCK eftir leikinn í gær. En glad og stolt Hákon Arnar Haraldsson fik sin officielle debut i 2. halvleg af Torpedo-kampen #fcklive https://t.co/75EXXz3yUn— F.C. København (@FCKobenhavn) July 29, 2021 „Ég vissi ekki fyrirfram að ég myndi spila en þú vonast alltaf til þess þegar þú ert á bekknum og sem betur fer fékk ég tækifæri í dag. Ég skoraði en fékk gult spjald því það var búið að dæma. En það eyðilagði ekkert fyrir mér.“ Hákon þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn eftir leikinn. „Þetta hvetur mig áfram til að halda áfram að leggja mig allan fram á æfingum og ég verð tilbúinn þegar tækifærið gefst. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér, fyrst og fremst fjölskyldunni og sérstaklega mömmu minni sem flutti til Kaupmannahafnar með mér,“ sagði Hákon. Hann kemur úr mikilli fótboltafjölskyldu. Mamma hans, Jónína Víglundsdóttir, átti farsælan feril með ÍA og var ein besta fótboltakona landsins á sínum tíma. Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var svo einn af máttarstólpunum í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð á 10. áratug síðustu aldar. Foreldrar Hákons léku bæði fyrir landslið Íslands. Eldri bróðir Hákons er Tryggvi Hrafn, leikmaður Vals, sem hefur einnig leikið með A-landsliðinu og sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð. Í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar mætir FCK Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu.
Sambandsdeild Evrópu Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira