Skoraði á 22 mínútna fresti í riðlakeppninni og setti Ólympíumet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 14:29 Vivianne Miedema er komin með átta mörk á Ólympíuleikunum sem er met. getty/Francois Nel Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema setti met þegar riðlakeppninni í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Miedema skoraði tvö mörk þegar Holland rústaði Kína, 8-2. Hún byrjaði á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Þremur mínútum síðar var Miedema búin að skora. Hún bætti öðru marki við á 76. mínútu. Miedema skoraði átta mörk í þremur leikjum í riðlakeppninni og þegar búin að bæta metið yfir flest mörk á einum Ólympíuleikum. Christine Sinclair skoraði sex mörk fyrir Kanada á Ólympíuleikunum í London 2012 en Miedema og Barbra Banda frá Sambíu jöfnuðu það í síðustu umferð riðlakeppninnar. Miedema gerði mörkin átta á aðeins 177 mínútum og skoraði því á 22 mínútna fresti. 8 - Vivianne Miedema has scored 8 goals in just 177 minutes of football at the Tokyo @Olympics, scoring every 22 minutes on average - this is already the most goals by a female player at a single Games. Superior. pic.twitter.com/3LhQUjAyXo— OptaJoe (@OptaJoe) July 27, 2021 Holland fékk sjö stig í F-riðli og endaði í efsta sæti hans. Evrópumeistararnir skoruðu 21 mark í leikjunum þremur í riðlinum. Þeir mæta Bandaríkjunum í átta liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum HM fyrir tveimur árum þar sem bandaríska liðið vann 2-0 sigur. Bandaríkin gerðu markalaust við jafntefli við Ástralíu í G-riðli og enduðu í 2. sæti hans. Í hinum leiknum í G-riðli vann Svíþjóð 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Anna Anvegård og Madelen Janogy skoruðu mörk sænska liðsins sem vann alla leiki sína í riðlakeppninni. Svíþjóð mætir Japan í átta liða úrslitunum. Í E-riðli gerðu Bretland og Kanada 1-1 jafntefli. Adriana Leon, samherji Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, kom Kanada yfir á 55. mínútu en Caroline Weir jafnaði fyrir Bretland fimm mínútum fyrir leikslok. Bretland vann E-riðil og mætir Ástralíu í átta liða úrslitunum. Í hinum leik E-riðils vann Japan 1-0 sigur á Síle og tryggði sér þar með sæti í útsláttarkeppninni. Brasilía, sem vann 1-0 sigur á Sambíu í dag, mætir Kanada í átta liða úrslitunum. Allir fjórir leikirnir í þeim fara fram á föstudaginn. Group stage complete Knockout stage #BarclaysFAWSL x #Tokyo2020 pic.twitter.com/FcwoNUqOj4— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) July 27, 2021 Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Kanada - Brasilía, Rifu Bretland - Ástralía, Kashima Svíþjóð - Japan, Saitama Holland - Bandaríkin, Yokohama
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Holland Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira