Rúnar: Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júlí 2021 21:38 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR-inga, var virkilega sáttur með framistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum gríðarlega sáttur með 4-0 sigur sinna manna í kvöld gegn Fylkismönnum. „Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
„Við spiluðum frábæran leik og erum ánægðir með frammistöðuna. Ég er ánægður með að skora meira en 1-2 mörk, við höfum verið að skora lítið í sumar. Það hafa verið leikir þar sem við erum í lykilstöðum, 1-0 eða 2-0 yfir og ekki náð að fylgja því eftir og yfirleitt fengið mark á okkur og komið okkur í vandræði. Nú náum við að koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og haldið áfram að spila þennan fína fótbolta sem við spiluðum í fyrri hálfleik. Við gáfum Fylki í rauninni aldrei færi á að minnka muninn og á sama tíma eigum við flott upphlaup, hraðar sóknir og skorum góð mörk þannig ég er einnig virkilega ánægður með seinni hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var frábær, sérstaklega fyrsti hálftíminn en seinni hálfleikur var mjög flottur líka.“ KR-ingar hafa ekki náð að safna mikið af stigum á Meistaravöllum en þeir hafa gert virkilega vel í síðustu þrem heimaleikjum. „Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð, við höfum fengið sjö stig af níu mögulegum. Heimavöllurinn skiptir gríðarlega miklu máli og við höfum tapað alltof mikið af stigum hérna sem er munurinn á okkur og liðunum fyrir ofan okkur. Heimavöllurinn hefur ekki verið að gefa vel en hann er byrjaður að gefa aðeins núna. Við förum á útivöll næst og við erum ágætir þar líka þannig vonandi verðum við áfram sterkir, bæði hérna heima og úti. Þetta eru allt úrslitaleikir og við höfum verið að elta í allt sumar og erum enn að því en við gefumst ekki upp og ætlum að halda áfram. Næsti leikur getur skorið úr hvort við ætlum að vera með í toppbaráttunni eða hvort við hellumst úr lestinni og eigum ekki séns.“ Rúnar var spurður í lokin hvort hann ætli að bæta við hópinn áður en leikmannamarkaðurinn lokar. „Við erum ánægðir með þennan hóp sem við erum með í dag þannig við ætlum ekki að bæta við okkur fleiri leikmönnum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 4-0 | KR-ingar ekki í neinum vandræðum á heimavelli KR-ingar lentu ekki í neinum vandræðum þegar Fylkismenn mættu í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur 4-0 sigur heimamanna og sigurinn lyftir KR-ingum upp í þriðja sæti Pepsi Max deildarinnar. 26. júlí 2021 21:09
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti