Ný rannsókn segir stafræn samskipti verri en engin samskipti Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2021 08:04 Betra væri að þetta fólk gæti hist í raunheimum. Pollyana Ventura/Getty Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum. The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
The Guardian greindi frá rannsókninni í morgun. Margt eldra fólk hélt sambandi við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað þegar samkomutakmarkanir komu í veg fyrir samskipti í raunheimum til þess að forðast félagslega einangrun. Rannsóknin, sem er ein sú fyrsta sem metur áhrif samskipta milli heimila á andlega heilsu í heimsfaraldri Covid-19, bendir hins vegar til að margir eldri en 60 ára hafi fundið fyrir meiri einsemd og langtíma geðraskana vegna stafrænna samskipta. „Við vorum hissa að sjá að eldri manneskja sem átti einungis stafræn samskipti í samkomubanninu fann fyrir meiri einmanaleika og langtíma geðröskunum en eldri manneskja sem átti ekki nein samskipti yfir höfuð,“ segir Dr. Yang Hu, meðhöfundur skýrslunnar sem birtist í Frontiers in Sociology á mánudag. „Við bjuggumst við að stafræn samskipti væru betri en algjör einangrun en það virðist ekki vera raunin þegar kemur að eldra fólki,“ bætir hann við. Hu segir að rót vandans sé að eldra fólki finnist stressandi að læra á nýja tækni sem þarf til að eiga fjarsamskipti. Hann segir þó að jafnvel þeim sem vanir séu tækninni finnist of mikil notkun hennar vera stressvaldur. Þá segir hann að mikil notkun fjarfundabúnaðar geti orsakað kulnun. Rannsóknin greindi gögn frá rúmlega 6500 manns yfir sextugu. Mikið samræmi var í niðurstöðunum yfir allan hópinn. Vísindamennirnir sem framkvæmdu rannsóknina segja hana benda til þess að nauðsynlegt sé að undirbúa eldra fólk fyrir aukin stafræn samskipti áður en önnur eins staða kemur upp líkt og í faraldrinum. Þá segja þeir að nauðsynlegt sé að finna leiðir til að viðhalda samskiptum í raunheimum þrátt fyrir neyðarástand.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira