Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Snorri Másson skrifar 25. júlí 2021 17:00 Persónuvernd er með mál stúlkna á ReyCup til skoðunar. Vísir Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Stofnunin mun kanna málið í vikunni en í samtali við fréttastofu segir Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri eftirlits hjá Persónuvernd, að engin afstaða verði tekin til málsins strax. Enn á eftir að kanna málavexti. Helga Sigríður Þórhallsdóttir sviðsstjóri hjá Persónuvernd.Stöð 2 Forsvarsmenn ReyCup hafa sagt að málið hafi stafað af athugunarleysi, en að ekkert bendi til þess að nokkur ásetningur um að fylgjast með stúlkunum hafi verið fyrir hendi. Framkvæmdastjóri Laugardalshallar hefur bent á að Laugardalshöll sé að upplagi ekki hugsuð sem gistiaðstaða. Helga Sigríður segir að almennt gildi að breytist starfsemi í rými þar sem vöktun fer fram, þurfi áfram að huga að því að vöktun undir nýjum kringumstæðum sé heimil. „Það má vakta rými undir ákveðnum kringumstæðum, til dæmis í öryggistilgangi, eða til þess að verja eignir eða þess háttar. En þegar notkunin á rýminu breytist þarf að huga að því að notkunin sé áfram heimil,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ef niðurstaðan er yfirleitt sú að það sé yfirleitt í lagi að vakta viðkomandi rými, þarf að hafa í huga að merkingar séu í lagi þannig að það séu allir meðvitaðir um vöktunina.“ Loks segir Helga að persónuupplýsingar barna njóti þá sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07
ReyCup segir að um athugunarleysi hafi verið að ræða ReyCup og Knattspyrnudeild Selfoss segjast í sameiginlegri yfirlýsingu harma þá stöðu sem upp hafi komið á mótinu, þegar eftirlitsmyndavélar fundust í gistiaðstöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Selfoss um helgina. Ekki bendi til þess að um neins konar ásetning hafi verið að ræða heldur fyrst og fremst athugunarleysi sem beðist sé velvirðingar á. 25. júlí 2021 16:18