Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 21:28 Fabian Delph og Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við hvorn annan á æfingu hjá Everton á síðasta ári. Getty/Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu. Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Gylfi Þór er samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu sá leikmaður sem handtekinn var í Bretlandi í síðustu viku í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum. Lögreglan í Manchester sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í Bretlandi að umræddur leikmaður væri 31 árs gamall. Á mánudagskvöld gaf Everton út stutta yfirlýsingu þess efnis að félagið hefði vikið leikmanni úr aðalliðinu tímabundið frá störfum vegna lögreglurannsóknar. Samkvæmt breska miðlinum The Athletic er Delph sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing Everton hafi ekki verið afdráttarlausari en aðeins tveir leikmenn aðalliðs Everton eru 31 árs gamlir, Delph og Gylfi Þór. Í frétt Athletic segir að frá því að yfirlýsing Everton kom út hafi hávær orðrómur farið af stað á samfélagsmiðlum að Delph væri sá leikmaður Everton sem handtekinn hafi verið af lögreglu í tengslum við málið. Er hann sagður hafa látið stjórn félagsins vita af þeirri erfiðri stöðu sem málið hafi sett hann í, og að hann sé æfur yfir því að hafa verið bendlaður við málið á samfélagsmiðlum, líkt og áður segir. Í frétt Athletic er Gylfi Þór, án þess þó að vera nafngreindur, einnig sagður hafa ráðið sér öryggisgæslu eftir að málið kom upp. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Gylfi Þór neiti staðfastlega sök í málinu.
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Delph ekki með Everton í æfingaferð og ranglega sagður hafa verið handtekinn Enska knattspyrnufélagið Everton hefur staðfest að Fabien Delph muni ekki fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð þar sem hann er í sóttkví. Einnig var fjöldi skilaboða á samfélagsmiðlum sem hélt því ranglega fram að leikmaðurinn hefði verið handtekinn. 21. júlí 2021 08:35
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52