Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2021 15:44 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“ Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í kæru sinni til lögreglu segir Arnar að stjórnendur ÁTVR hafi haft „horn í síðu“ franska félagsins Santewines SAS allt frá því að fyrirtækið hóf sölu áfengis í netverslun sinni í maí. Áður hafði Arnar krafist þess að kærur ÁTVR yrðu dregnar til baka og afsökunarbeiðni birt í helstu fjölmiðlum. Í kæru ÁTVR til lögreglu og Skattsins er franska félagið sakað um stórfelld skattalagabrot með því að standa ekki skil á innheimtum virðisaukaskatti. Þá er fullyrt að félagið hafi ekki virðisaukaskattsnúmer eða heimild til að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. ÁTVR borið fram kæru gegn betri vitund Arnar segir ásakanirnar eiga sér „enga stoð í raunveruleikanum.“ Franska félagið hafi fengið skráða kennitölu og virðisaukaskattsnúmer í apríl, áður en netverslunin hóf starfsemi. „Aukinheldur var virðisaukaskattur Santewines SAS ekki fallinn í gjalddaga og því augljóst hverjum sem er, að alls ómögulegt að virðisaukaskatti hefði verið skotið undan. Má því ljóst telja að kærði hafi borið fram kæru sína gegn betri vitund, til þess eins að fá kærða sakaðan um refsiverðan verknað,“ segir í kæru Arnars til lögreglu. „Má ljóst telja að með kæru [Ívars] til lögreglu og skattayfirvalda hafi kærði með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að undirritaður, saklaus maður, yrði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað,“ kemur fram í kærunni. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins er farin í hart gegn innlendum netverslunum með áfengi.Vísir/vilhelm Um að ræða málamyndagjörning ÁTVR hefur áður fullyrt að starfsemi Santewines feli í sér brot á einkaleyfi fyrirtækisins á sölu og afhendingu áfengis í smásölu. Viðskiptavinir Santewines geta keypt vörur af franska fyrirtækinu og fengið þær sendar heim eða á afhendingarstaði beint úr vöruhúsi netverslunarinnar á Íslandi. Íslendingum er heimilt að kaupa áfengi í erlendum netverslunum. ÁTVR segir í kæru sinni að viðskiptin sem franska félagið Santewines SAS bjóði upp á sé „augljós málamyndagjörningur.“ Fullyrt er að vínið sem selt sé til neytenda sé flutt inn af hinu íslenska Sante ehf. en svo selt áfram til Santewines SAS sem selji það svo áfram í gegnum verslun sína. Í millitíðinni flytjist vínin hins vegar ekki milli landa og séu vistuð á sama lagernum sem staðsettur er hér á landi. Ekkert bendi til þess að félagið greiði skatta og skyldur ÁTVR lýsti því yfir þann 17. maí að hafinn væri undirbúningur að beiðni um lögbann á hendur vefverslunum með áfengi og höfðun dómsmáls í framhaldi af því. Arnar veit ekki til þess að sú lögbannsbeiðni hafi nokkurn tímann verið lögð fram. Þann 9. júní birti ÁTVR á heimasíðu sinni aðra tilkynningu þar sem fram kom að hún hefði tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um meint brot Sante ehf. og fleiri fyrirtækja á „skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt áfengisheildsölu-, áfengisframleiðslu- og áfengisinnflutningsleyfum sem sýslumennirnir hafa gefið út.“ Í lok júnímánaðar kærði ÁTVR svo Arnar, Santewines SAS og Sante ehf. til lögreglu og skattayfirvalda þar sem kallað var eftir rannsókn. Í bréfi til skattstjóra segir meðal annars að „ekkert bendi til þess“ að hið franska félag „greiði af áfenginu skatta og skyldur“ og því felist í starfseminni „undanskot á virðisaukaskatti.“
Áfengi og tóbak Verslun Dómsmál Tengdar fréttir Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Segir ásakanir ÁTVR vera rógburð og vill afsökunarbeiðni Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisvefverslunarinnar Santewines, segir að allar ásakanir ÁTVR um skattsvik og undanskot séu rógburður. Hann fer fram á að kærurnar verði dregnar til baka og ÁTVR biðjist afsökunar í helstu fjölmiðlum. 19. júlí 2021 12:52
Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. 21. júlí 2021 15:44