Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 13:32 Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli snemma í morgun. Raðir hófu að myndast fyrir klukkan fimm en þá voru enn um þrír tímar í að flestar flugvélar legðu af stað. 47 flugvélar eru á áætlun frá vellinum í dag. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að eftir sem áður séu það kröfur um ýmis vottorð vegna kórónuveirufaraldursins sem tefji innritun á flugvellinum. „Flugfélögin hafa biðlað til farþega að mæta fyrr á morgnana og öryggisleitin hefur opnað fyrr á morgnana. Þannig að það er verið að reyna að lengja þann tíma sem verið er að taka á móti farþegum í innritun til að minnka raðirnar. En farþegar eru flestir að mæta á svipuðum tíma sem gerir það að verkum í brottför að þaðmyndast miklar raðir,“ segir Arngrímur. Þá verður einnig mikið að gera í komusal Leifsstöðvar en 48 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag. Sóttvarnalæknir hefur boðað hertar aðgerðir á landamærum og sagt kröfu um neikvætt PCR-próf við komu til landsins koma til greina. „Það er náttúrulega í höndum sóttvarnalæknis að taka ákvarðanir á landamærum en hins vegar er það nokkuð ljóst að þau leka,“ segir Arngrímur. „Þó að farþegar sem eru bólusetir þurfi að framvísa PCR-vottorðum, í sjálfu sér tefur það ekki mikil fyrir afgreiðslunni hjá okkur. Þannig að nei, það myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á okkur.“ Alveg á grensunni suma daga Heilt yfir hafi gengið vel að taka á móti auknum ferðamannastraumi á flugvellinum. Eins og staðan er núna sé flugvöllurinn þó að nálgast þolmörk. „En við erum með þessa stóru daga í hverri viku þar sem mikill fjöldi farþega kemur til landsins á sama tíma. Og það er ljóst að einhverja daga í viku, sérstaklega í eftirmiðdaginn, þá myndast raðir í flugstöðinni því það er stutt á milli flugvéla og mikill fjöldi. Við erum kannski að taka á móti hátt í þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma,“ segir Arngrímur. „En við erum kannski komin ansi nálægt toppnum. Og þetta eru ákveðnir dagar í hverri viku sem eru algjörlega á þolmörkum hjá okkur öllum sem starfa á flugvellinum. Þannig að það þyrfti þá að breyta með einhverjum hætti aðstöðu varðandi vottorð og fleira til að auka afköstin. En suma daga erum við alveg á grensunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði