Britney ætlar ekki að spila á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferlinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 10:11 Britney hefur ekki komið fram á sviði síðan 2018 og ætlar ekki að gera það fyrr en faðir hennar missir forræði yfir henni. Getty/Gareth Cattermole Söngkonan Britney Spears segist ekki ætla að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar stjórnar ferli hennar. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur farið með forræði yfir söngkonunni frá árinu 2008 og hefur Britney lýst því að hún hafi engin völd yfir eigin lífi. Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Þetta segir Britney í tilfinningaþrunginni Instagram-færslu og breska ríkisútvarpið greinir frá. „Þetta forræðismál hefur drepið drauma mína,“ skrifaði stjarnan í langri Instagram-færslu. „Allt sem ég hef núna er von.“ View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Greint var frá því fyrr í vikunni að Britney vilji kæra föður sinn fyrir að hafa misbeitt valdi sínu yfir henni. Hann, ásamt fleirum, fékk forræði yfir henni árið 2008 eftir að Britney hafði glímt við andleg veikindi og hún talin glíma við vímuefnavanda. „Ég ætla ekki að koma fram á sviði á næstunni á meðan pabbi minn stjórnar því hverju ég klæðist, hvað ég segi eða hvað ég hugsa,“ skrifar Britney. Hún hefur ekki stigið á svið síðan 2018. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Ég vil miklu frekar deila myndböndum af mér heima í stofu en á sviði í Vegas. Ég ætla ekki að stífmála mig og reyna reyna reyna á sviði aftur og geta ekki verið samkvæm sjálfri mér vegna endurgerða af lögunum mínum í fleiri ár.“ Þá segist hún ekki hrifin af nýlegum heimildarmyndum um líf hennar og segir hún „niðurlægjandi augnablik úr fortíðinni“ hafa verið meginefni myndanna. „Ég er löngu komin yfir þetta.“ Stjarnan hefur ítrekað gagnrýnt heimildarmyndir um líf hennar, þar á meðal Framing Britney Spears sem hefur verið tilnefnd til tveggja Emmy verðlauna. Myndin, auk #FreeBritney hreyfingarinnar hefur vakið gríðarlega mikla athygli á sjálfræðisbaráttu stjörnunnar og hefur stór hluti almennings gengið í lið með henni vegna frásagna um eðli forræðisins yfir henni. Frásögn hennar fyrir dómi í síðasta mánuði vakti gríðarlega athygli en þar lýsti hún því að hún hafi verið þvinguð til að taka geðlyf, sem hún þurfi ekki á að halda, hún hafi verið neydd til að setja upp hormónalykkjuna, sem er getnaðarvörn sem komið er fyrir í legi, þrátt fyrir að hún vilji fleiri börn og hún hafi verið neydd til að koma fram á tónleikum. Á miðvikudag fékk hún leyfi frá dómstólum til að ráða eigin lögmann í málið en frá upphafi þess hefur hún haft lögmann sem skipaður var af dómstólum. Í ljós kom að hann hafði ekki skilað inn nauðsynlegum gögnum til að fella forræðið yfir henni úr gildi, þrátt fyrir vilja hennar til þess, og sagði hann af sér í kjölfarið.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears opnar sig Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður stórstjörnunnar Britney Spears, tjáði sig nýlega í hlaðvarpsþættinum „Toxic: The Britney Spears Story“. Hann segir teymið á bak við Britney hafa platað hjónin til þess að skilja. 16. júlí 2021 23:18
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney fær að velja sér lögmann Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum úrskurðaði í nótt að poppstjörnunni Britney Spears sé heimilt að ráða sér lögmann. 15. júlí 2021 07:21