Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 19:07 Þeir Jakob Þór Magnússon, Kolbeinn Tumi Gautason og Leifur Guðlaugsson eru bólusettir og allir smitaðir af Covid. Þeir dvelja nú í farsóttarhúsi, ásamt fjölda annarra í einangrun og sóttkví. Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru sjö utan sóttkvíar. Þá greindust einnig tólf á landamærum Hjördís segir smitin í gær mestmegnis tengjast skemmtanalífinu. Þeir smituðu séu að stærstum hluta ungt fólk á suðvesturhorninu. Gylfi Þór Þorsteinsson ræddi stöðu mála í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði stöðuna að þyngjast og að ástandið minnti á þriðju bylgju faraldursins í október. Gestir eru að stærstum hluta erlendir ferðamenn sem greinst hafa við brottför úr landi en Íslendingar dvelja einnig í húsinu. Gylfi segir að aðeins einn óbólusettur sé í einangrun - og þeir bólusettu séu margir talsvert veikir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ekki skilað ráðherra minnisblaði um hertar aðgerðir á landamærum en hann hefur sagt að til greina komi að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt PCR-próf við komu til landsins. Sá hátturinn er hafður á fyrir óbólusetta ferðamenn í mörgum löndum í Evrópu; til að mynda Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Danmörku. „Þá held ég að það muni hjálpa mikið og ég er alveg sannfærður um það að fólk sem vill koma til Íslands lætur ekki eitt PCR-próf stoppa sig í að koma,“ segir Gylfi. Ráða mátti af upphaflegu útgáfu fréttarinnar að Evrópulöndin sem nefnd eru krefjist neikvæðs PCR-prófs af bólusettum ferðamönnum. Sú er ekki raunin og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira