Fékk þær fréttir á sex ára afmælinu að Djokovic kæmi á Ólympíuleikana Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 13:01 Hinn umdeildi en afburðagóði Novak Djokovic verður með á Ólympíuleikunum. EPA-EFE/NEIL HALL Serbinn Novak Djokovic ætlar að vera með á Ólympíuleikunum í Tókýó og mun þannig freista þess að verða fyrsti karl sögunnar til að vinna „gullalslemmuna“ með því að vinna Ólympíugull og öll fjögur risamótin í tennis á sama ári. Einn sá fyrsti til að fá þær fréttir að Djokovic væri á leið til Tókýó var hinn ungi Kojiro Owaki. Í sex ára afmælisgjöf fékk hann kveðju frá Djokovic þar sem Serbinn sagðist vonast til þess að sjá Owaki í Tókýó. Djokovic hefur áður skipst á skilaboðum við Owaki og föður hans, og gefið ráð varðandi tennisíþróttina. Cannot disappoint my little friend Koujirou. I booked my flight for Tokyo and will proudly be joining #TeamSerbia for the Olympics. pic.twitter.com/23TmSdvc4x— Novak Djokovic (@DjokerNole) July 15, 2021 „Ég get ekki brugðist unga vini mínum Kojiro. Ég bókaði flug til Tókýó og verð stoltur fulltrúi Serbíu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Djokovic á Twitter. Djokovic vann Wimbledon-mótið á sunnudaginn og hefur þar með unnið 20 risamót á ferlinum. Eftir mótið kvaðst hann ekki viss um hvort hann myndi keppa á Ólympíuleikunum en nú er orðið ljóst að hann verður með. Djokovic hafði áður unnið Opna franska og Opna ástralska mótið á þessu ári. Vinni hann gull í einliðaleik á Ólympíuleikunum og svo Opna bandaríska mótið mun hann afreka eitthvað sem engum tenniskarli hefur tekist, og leika sama leik og Steffi Graf hefur ein kvenna gert, árið 1988. Roger Federer, Rafael Nadal, Dominic Thiem og Nick Kyrgios eru á meðal þeirra tennisspilara sem hafa ákveðið að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Einn sá fyrsti til að fá þær fréttir að Djokovic væri á leið til Tókýó var hinn ungi Kojiro Owaki. Í sex ára afmælisgjöf fékk hann kveðju frá Djokovic þar sem Serbinn sagðist vonast til þess að sjá Owaki í Tókýó. Djokovic hefur áður skipst á skilaboðum við Owaki og föður hans, og gefið ráð varðandi tennisíþróttina. Cannot disappoint my little friend Koujirou. I booked my flight for Tokyo and will proudly be joining #TeamSerbia for the Olympics. pic.twitter.com/23TmSdvc4x— Novak Djokovic (@DjokerNole) July 15, 2021 „Ég get ekki brugðist unga vini mínum Kojiro. Ég bókaði flug til Tókýó og verð stoltur fulltrúi Serbíu á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Djokovic á Twitter. Djokovic vann Wimbledon-mótið á sunnudaginn og hefur þar með unnið 20 risamót á ferlinum. Eftir mótið kvaðst hann ekki viss um hvort hann myndi keppa á Ólympíuleikunum en nú er orðið ljóst að hann verður með. Djokovic hafði áður unnið Opna franska og Opna ástralska mótið á þessu ári. Vinni hann gull í einliðaleik á Ólympíuleikunum og svo Opna bandaríska mótið mun hann afreka eitthvað sem engum tenniskarli hefur tekist, og leika sama leik og Steffi Graf hefur ein kvenna gert, árið 1988. Roger Federer, Rafael Nadal, Dominic Thiem og Nick Kyrgios eru á meðal þeirra tennisspilara sem hafa ákveðið að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn